Landsnet og Etix Everywhere Borealis skrifa undir viljayfirlýsingu um aukningu flutnings til gagnaversins
Landsnet og Etix Borealis, sem rekur gagnaver á Blönduósi hafa undirritað viljayfirlýsingu um aukinn flutning á raforku til gagnaversins.
Rafrænn kynningarfundur um kerfisáætlun 2021-2030
Við bjóðum til kynningarfundar um kerfisáætlun 2021-2030 undir yfirskriftinni „Grunnur að grænni framtíð“ fimmtudaginn 1. júlí nk.
Holtavörðuheiðarlína 1 - Hafðu áhrif – taktu þátt í að ákveða línuleiðina með okkur
Við hjá Landsneti óskum eftir ábendingum og hugmyndum að valkostum vegna fyrirhugaðrar tengingar í raforkukerfinu frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði.
Landsnet tekur lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum
Landsnet og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa skrifað undir lánasamning að fjárhæð 50 milljóna Bandaríkjadala, um 6 milljarðar króna, til að fjármagna framkvæmdir við Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3.
Kerfisáætlun 2021-2030 í opið umsagnarferli
Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2021-2030, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árin 2022-2024 og umhverfisskýrslu eru nú í opnu umsagnarferli.
Boðum til funda með landeigendum vegna fyrirhugaðrar lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1
Fundirnir eru tveir annars vegar þann 1. júní að Hótel Hamri í Borgarnesi og seinni fundurinn að Hótel Glym í Hvalfirði þann 3. júní.
Erum að framkvæma víðsvegar um landið
Fjölmörg framkvæmdaverkefni eru í gangi þessa dagana og spennusetningar nýrra virkja áætlaðar á næstu vikum.
Landsnet kærir ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um höfnun framkvæmdaleyfis
Landsnet hefur ákveðið að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir sömu framkvæmd. Landsnet byggir kæru sína á því að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún vekur upp mörg álitamál sem nauðsynlegt er að fá skorið úr um.
Ný útgáfa af skilmála um samskipti á raforkumarkaði
Auknar áherslur hafa verið á neytendavernd og að efla samkeppni á raforkumarkaði. Þær áherslur endurspeglast í nýrri útgáfu af skilmála Landsnets um samskipti aðila á raforkumarkaði sem öðlaðist gildi 8. apríl 2021.
Stór eyja og lítil orkuvinnsla, hærri kostnaður – eða hvað?
Í kjölfar víðtæks og langvarandi rafmagnsleysis eftir óveður veturinn 2019-2020 ákvað ríkisstjórnin að gera sérstakt átak í því að styrkja flutningskerfi raforku og rímaði sú ákvörðun vel við aðrar stefnur stjórnvalda um styrkingu flutningskerfisins.
Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa
Þann 1. apríl var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa.
Öruggara flutningskerfi er grunnforsenda hagkvæmrar grænnar endurreisnar
Það er okkur hjá Landsneti alltaf fagnaðarefni þegar jafn mikilvægur málaflokkur og orkumál eru til umræðu en teljum þó mikilvægt að réttar upplýsingar séu í umræðunni.
Orkustofnun samþykkir kerfisáætlun Landsnets
Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2020-2029 hefur verið samþykkt af Orkustofnun og hefur þannig öðlast sess sem núgildandi áætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi.
Sveitarfélagið Vogar hafnar framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hafnaði í gær að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 en áður höfðu Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi með atkvæðum allra bæjarfulltrúa sveitarfélagana þriggja.
Af hættustigi yfir á neyðarstig vegna COVID-19
Í kjölfarið á því að almannavarnarstig í landinu hefur verið fært úr hættustigi yfir á neyðarstig vegna COVID-19 höfum við hjá Landsneti fært starfsemina okkar yfir á neyðarstig.
Holtavörðuheiðarlína 1 – hluti af nýrri kynslóð byggðalínu
Byggðalína er samheiti yfir 132 kV raflínur sem liggja frá Brennimel í Hvalfirði um Vestur- og Norðurland, Austur- og Suðausturland og enda í Sigöldu að Fjallabaki.
Í áskorunum ársins fólust tækifæri
Ársskýrsla fyrir árið 2020 er komin út, ár framkvæmda, óveðurs og heimavinnu.
Samkeppnishæfni er ekki sama og verð
Mikið hefur verið fjallað um samkeppnishæfni iðnaðar á Íslandi og þá sérstaklega út frá raforkukostnaði.
Jarðstrengur fellur ekki undir stefnu stjórnvalda
Smá innlegg í umræðuna í kjölfar greinar Þorgerðar M. Þorbjarnardóttur formanns ungra umhverfissinna í Fréttablaðinu 18.mars.
Samtal og samráð um uppbyggingu Holtavörðuheiðarlínu
Fyrsti áfangi í uppbyggingu nýrrar kynslóðar byggðalínu er hafinn með undirbúningi og framkvæmdum 220 kV háspennulína sem liggja mun á milli Hvalfjarðar og Austurlands.