Fundur um Kerfisáætlun 2016 - 2025
Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á Facebooksíðu Landsnets. Þar verður einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og athugasemdir.
Innviðirnir okkar – Leiðin að rafvæddri framtíð
Tillaga að nýrri kerfisáætlun Landsnets og umhverfisskýrslu hefur verið birt á vef Landsnets. Áætlunin sem ber titilinn Innviðirnir okkar – leiðin að rafvæddri framtíð er með töluvert breyttu sniði frá síðustu áætlun. Helstu breytingar snúa að forsenduhluta áætlunarinnar, aukinni umfjöllun um svæðisbundnu kerfin og jarðstrengi og meiri áhersla er lögð á loftslagsmál en áður . Einnig hefur hagræn umfjöllun um uppbyggingu kerfisins verið aukin til muna.
Valka Jónsdóttir ráðin mannauðsstjóri hjá Landsneti
Valka kemur til Landsnets frá Norðuráli þar sem hún bara m.a. ábyrgð á stefnumótun, ráðningum, innleiðingu frammistöðusamtala, framkvæmd vinnustaðagreininga og fræðslumálum.
Anna Sigga nýr sérfræðingur í innkaupum hjá Landsneti
Landsnet hefur ráðið Önnu Siggu Lúðvíksdóttur í starf sérfræðings í innkaupum á fjármálasviði Landsnets.
Afhendingaröryggi, valkostir og umræðan um Suðurnesjalínu 2
Um miðjan október birtum við hjá Landsneti skýrslu þar sem kostir sem hafa verið til umræðu við lagningu Suðurnesjalínu 2 eru tilgreindir og bornir saman.
Framkvæmdaleyfi Kröflulínu 4 í gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar um ógildingu framkvæmdaleyfis sveitastjórnar Þingeyjarsveitar um framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4.
Jafnstraumsstrengur yfir hálendið valkostur í næstu kerfisáætlun
Landsnet kynnti í sumar matslýsingu fyrir kerfisáætlun 2016-2025 þar sem óskað var eftir athugasemdum og ábendingum.
Valkostaskýrsla vegna Suðurnesjalínu 2
Landsnet hefur látið vinna skýrslu þar sem kostir sem hafa verið til umræðu við lagningu Suðurnesjalínu 2 milli Hafnarfjarðar og tengivirkis við Rauðamel á Reykjanesi eru tilgreindir og bornir saman. Um er að ræða þrjá meginkosti, einn kost sem gerir ráð fyrir loftlínu og tvo sem gera ráð fyrir jarðstreng.
Kröfu Landverndar hafnað
Framkvæmdaleyfið fyrir Þeistareykjalínu 1 í Norðurþingi stendur – úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar um að leyfið yrði fellt úr gildi. Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hafi staðið rétt að útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir Þeistareykjalínu 1.
Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur
Landsnet hefur kynnt sér úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem fellir úr gildi framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps vegna Kröflulínu 4. Með úrskurði sínum fellst úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum 220 kV háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar.
Mikil fjárfestingaþörf í flutningskerfinu
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets var í viðtali hjá www.vb.is í síðustu viku þar sem hann talaði m.a. um stefnu Landsnets sem kristallast í loforðum til samfélagsins um öruggt rafmagn, gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar í sátt við samfélagið og umhverfið.
Bilun í Mjólkárlínu
Í gærkvöldi fannst bilun í Mjólkárlínu 1 sem krafðist bráðaviðgerðar. Svo viðgerð gæti farið fram varð að taka línuna úr rekstri. Varavélar í Bolungarvík voru ræstar kl. 18.30 og þær tengdar kerfinu.
Straumleysi á Vestfjörðum
Mjólkárlína 1 leysti út kl. 07.16 í morgun og straumlaust varð um tíma á Ísafirði, Breiðadal og Bolungarvík að öllum líkindum vegna veðurhæðar.
Um framkvæmdaleyfi vegna afhendingu raforku milli Þeistareykja og Bakka
Í umræðunni um afhendingu raforku frá Þeistareykjum að Bakka hefur Landsnet verið gagnrýnt fyrir að hafa sótt seint um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni.
Engilráð Ósk ráðin í starf verkefnastjóra gæðamála og samfélagsábyrgðar hjá Landsneti
Landsnet hefur ráðið Engilráð Ósk Einarsdóttir í starf verkefnastjóra gæðamála og samfélagsábyrgðar og mun hún starfa á Stjórnunarsviði við uppbyggingu á gæðamálum og samfélagsábyrgð hjá Landsneti.
Grisjun á trjám undir línum
Undanfarin ár hefur trjávöxtur verið mjög hraður og því hefur Landsnet lagt mikla áherslu á að grisja tré sem hafa vaxið undir og í námundan við línurnar.
Stöðvunarkrafan nær yfir framkvæmdir á skipulögðu iðnaðarsvæði
„Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Landsnets vegna Þeistareykjavirkjunar og uppbyggingu iðnaðar á Bakka. Framkvæmdirnar eru áfangi í því að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við flutningskerfi raforku. Þær hafa farið í gegnum alla lögbundna ferla er snúa að umhverfismati og skipulagi og eru í takt við stefnu stjórnvalda í raforku- og byggðamálum. Svæðið sem stöðvunarkrafan nær yfir er að stórum hluta skilgreint iðnaðarsvæði í skipulagi og er því gert ráð fyrir athafna- og iðnaðarstarfsemi á umræddum svæðum.“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets.
„Þátttaka í alþjóðlegum verkefnum gefur okkur forskot"
CIGRE eru alheimssamtök raforkuiðnaðarins, framleiðenda búnaðar, háskóla og sérfræðinga á raforkusviði í víðustu merkingu. Samtökin hafa innan sinna vébanda umfangsmikla starfsemi, öfluga vinnuhópa og halda alþjóðlegar ráðstefnur og var ein slík haldin í París í síðustu viku.
Haustfundur NSR - Neyðarsamstarf raforkukerfisins
Í gær, þriðjudaginn 30.ágúst, var haldinn haustfundur NSR (Neyðar samstarf raforkukerfisins) sem er samvinnuvettvangur vinnslufyrirtækja, flutningsfyrirtækis, dreifiveitna, stórnotenda og opinberra aðila á Íslandi vegna vár sem steðjar að vinnslu, flutningi eða dreifingu raforku og/eða stórnotendum. Markmið NSR er að veita aðstoð og samræma aðgerðir í vá.
Laus störf hjá Landsneti
Landsnet auglýsir þrjú laus störf til umsóknar; sérfræðingur í stjórnstöð hjá kerfisstjórnunarsviði, rafiðnaðarmaður á Egilsstöðum hjá framkvæmdar-og rekstrarsviði og sérfræðingur í innkaupum hjá fjármálasviði.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR