Samorka tekur í fyrsta sinn þátt í degi rafmagnsins í ár, mánudaginn 23. janúar, en dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði orkufyrirtækja á Norðurlöndum um nokkurra ára skeið. Við hjá Landsneti tökum þátt í deginum með Samorku.
Tilgangurinn er að vekja athygli á mikilvægi rafmagns í samfélaginu, í leik og starfi.
Nánar á www.samorka.is
Taktu þátt í degi rafmagnsins með okkur. Taktu mynd sem lýsir mikilvægi rafmagnsins í þínu lífi og deildu henni á Facebook/Instagram undir merkinu #sendustraum. Fyrir hverja mynd sem berst leggur Samorka 300 kr. til Givewatts.org.