Drög að kerfisáætlun 2016-2025 – leiðrétting


17.12.2016

​Við yfirlestur á drögum að kerfisáætlun Landsnets 2016-2025 uppgötvaðist villa í útreikningum sem breytir niðurstöðu mats á áhrifum valkosta á gjaldskrár dreifiveitna og stórnotenda. Villan snéri að meðhöndlun afskrifta í líkani sem stillt var upp til að meta áhrif eignastofns á tekjumörk, m.a. í þeim tilgangi að bera saman áhrif mismunandi sviðsmynda og valkosta á gjaldskrár.

Villan hefur verið leiðrétt og eru töflur með leiðréttum niðurstöðum birtar í meðfylgjandi skjali. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og vonast til að þau hafi ekki haft mikil óþægindi í för með sér.

Leiðrétting á drögum að kerfisáætlun 2016-2025.pdf

 

 

Aftur í allar fréttir