„Dagarnir eru oft allskonar en við gerum auðvitað okkar besta…“ #landsnetslífiðátímumCovid
Sagði Birkir Heimisson sérfræðingur okkar í stafrænni þróun raforkuflutningskerfisins þegar hann var spurður um lífið í heimavinnunni en þennan morguninn var konan hans, Hafdís, í sóttkví, annað barnið á leikskólanum, hitt heima með hitavellu og nóg að gera í vinnunni.
Varaaflið, súrdeigsbrauð og baráttan um lyklaborðið #LandsnetslífiðátímumCovid
„Mér líður bara nokkuð vel og verkefnin mín eru á áætlun. Það hefur verið mikið að gera og það hefur ekki truflað mig mikið að vera að vinna heima en heimavinnunni fylgja auðvitað bæði kostir og gallar“ segir Víðir Már Atlason verkefnastjóri á framkvæmdarsviðinu okkar.
Skiptu út skyrtum fyrir bol #landsnetslífiðátímumCovid
Í síðustu viku skiluðum við kerfisáætlun inn til Orkustofnunar, dagur sem alltaf markar smá tímamót hjá þeim Gný, Arnari Má, Ragnari Erni og Árna Baldri en þeir skipa kerfisáætlunarteymið okkar.
Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa
Þann 1. október var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa og skerðanlegs flutnings hjá dreifiveitu.
Kerfisáætlun send til samþykkis hjá Orkustofnun
Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2020-2029 hefur verið send Orkustofnunar til samþykktar.
Framtíðin, flutningskerfið og umræðan
Rafvædd framtíð er kjarninn í framtíðarsýn okkar hjá Landsneti. Á hverju ári leggjum við fram Kerfisáætlun þar sem línur eru lagðar fyrir framtíðina – línur sem byggðar eru upp með nútímalegum hætti og um þær þarf að ríkja eins breið sátt og mögulegt er.
Víkingamótaröðin kemur í Borgina
Almenningsíþróttamótin Landsnet MTB og Eldslóðin fara fram helgina 26. og 27. september.
Alvarlegt slys í tengivirki í Breiðadal
Rétt fyrir klukkan þrjú í dag varð alvarlegt rafmagnsslys í tengivirki Landsnet og Orkubús Vestfjarða í Breiðadal og var starfsmaður Orkubúsins fluttur í kjölfarið á sjúkrahús og er líðan hans eftir atvikum.
Raforkuverð vegna flutningstapa
Raforkuverð vegna flutningstapa verður 4.218 kr/MWst fyrir fjórða ársfjórðung 2020.
Stable operations
Landsnet’s interim financial statement for the January-June, 2020 period was published today.
Stöðugur rekstur
Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2020 var lagður fram í dag.
Rafmagnsleysi á Norðurlandi í dag
Nokkrar truflanir urðu í morgun í tengivirkinu á Rangárvöllum við Akureyri sem rekja má til vinnu sem þar fór fram við spenni. Við innsetningu spennisins urðu mistök sem mynduðu ljósboga í tengivirkinu.
Breytingar á gjaldskrá Landsnets 1.ágúst
Tímabundin lækkun á gjaldskrá til stórnotenda gengur til baka 1. ágúst 2020. Gjaldskrá til dreifiveitna hækkar í takt við lífskjarasamning
Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa og kerfisþjónustu
Þann 1. júlí var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa og kerfisþjónustu.
Landsnet leggur línur – í jörð
Rafvædd framtíð er kjarninn í framtíðarsýn okkar hjá Landsneti. Nútímasamfélög treysta á áreiðanlega afhendingu raforku. Flutningskerfi Landsnets er þannig lykil innviður íslensks samfélags og þarf að vera bæði áreiðanlegt og traust. Á sama tíma þarf flutningskerfið að vera byggt upp með nútímalegum hætti og um það þarf að ríkja eins breið sátt og mögulegt er. Þær leiðir sem farnar verða þurfa í senn að taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma ásamt því að sýna ábyrgð í umgengni við náttúruna.
Bein útsending frá kynningarfundi um kerfisáætlun
Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2020-2029, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árin 2021-2023 og umhverfisskýrslu, eru nú í opnu umsagnarferli.
Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 komin í umsagnarferli
Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029, ásamt framkvæmdaáætlun 2021- 2023 og umhverfisskýrslu Landsnets eru nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 31. júlí 2020.
Nýir samningar um reglunaraflstryggingu
Landsnet hefur í kjölfar útboðs, samið við HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar, um kaup á reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið maí - desember 2020.
Raforkuverð vegna flutningstapa
Raforkuverð vegna flutningstapa verður 3.786 kr/MWst fyrir þriðja ársfjórðung 2020.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR