Almenningsíþróttamótin Landsnet MTB og Eldslóðin fara fram helgina 26. og 27. september.
Keppnirnar eru hluti af Víkinga mótaröðinni en hinar keppnirnar eru Hengill Ultra hlaupið í Hveragerði og Kia Gullhringurinn á Laugarvatni. Hægt er að keppa í öllum mótunum en svo að sjálfsögðu í hverri fyrir sig. Mótið er unnið í sammvinnu við Ungmennafélag Íslands og keppnirnar hér í Heiðmörkinni eru unnar í samstarfi við Stjörnuna í Garðabæ.
Fjallahjólakeppnin Landsnet MTB fer fram laugardaginn þann 26. september og hefst kl 14:00. Hjólað er frá Vífilstöðum upp með Vífilstaðaveginum og þar inn á línuveg Landsnets sem gengur ofarlega við Vífilstaðavatnið. Þaðan er hjólað að Elliðavatni, inn í Búrfellshraunið og inn að Búrfellsgjár veginum og síðan aftur til hægri meðfram Heiðmerkur veginum og inn að Vífilstöðum aftur. Keppt er í einum hring (23km), tveimur hringjum (44km) en svo er boðið upp á rafmagnshjólaflokk einum hring C2R flokk.
Eldslóðin verður svo daginn eftir, sunnudaginn 27. september 2020. Hlaupið er frá Vífilstöðum í meðfram Vífilstaðavatni inn að Búrfellsgjá og upp að Helgafelli og hringinn í kringum það og svo sem leið liggur til baka en þetta 28km utanvegahlaup en einnig eru í boði vegalengdirnar 5 km og 10 km. Þá er einnig boðið upp á liðakeppni í 28km vegalengdinni. Eldslóðin er ný keppnisbraut sem lögð er í samráði við nokkra þaulvana utanvegahlaupara og þar á meðan Friðleif Friðleifsson ráðgjafa mótaraðarinnar og þjálfara landsliðs utanvegahlaupara.
Báðar brautirnar er hugsaðar þannig að um leið og þær eru áskoranir eru þær um leið fallegar og auðfarnar, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru stærri keppnum. Þannig ættu allir að geta fundið sér vegalengd eða hraða sem hentar. Boðið eru uppá rafmagnshjólaflokk í Landsnets keppninni.
Fyrir keppnirnar verður hellings upphitunar húllum hæ og matarvagnar á vegum Street Food Reykjavík verða á staðnum. Óvæntar uppákomur í brautunum og partý á eftir þar sem allir keppendur borða á matarvagni að eigin vali í boði keppninnar og svo verða þeir sem kepptu í öllum fjórum keppnum sumarsins verðlaunaðir sérstaklega í lok síðustu keppninnar. Eins og í öllum mótum mótaraðarinnar verður lögð áhersla á öryggi, umgjörð og gleði. Í lok hlaupsins fá allir keppendur þátttöku verðlaun, brautirnar verða vel merkt og brautaröryggi verður tryggt með vöktun.
Þannig er þetta sannkölluð íþróttaveisla í upplandinu en frekari Upplýsingar og skráning á vikingamot.is