4.12.2015

Stálgrindarmöstur Landsnets í alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni um landslagsmyndir

Vetrarmynd af stálgrindarmöstrum Brennimelslínu 1 er meðal bestu landslagsmynda ársins í alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni um landslagsmynd ársins.

17.11.2015

Mikil samstaða meðal fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum

Landsnet skrifaði undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmál í Höfða 16. nóvember s.l. Þátttaka í verkefninu var framar vonum en alls skuldbundu 103 fyrirtæki og stofnanir sig til að setja sér markmið í loftslagsmálum og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Verður árangur þeirra mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega.

16.11.2015

Áætlun um framtíðaruppbyggingu flutningskerfis raforku send Orkustofnun

Í framhaldi af umfangsmiklu kynningar- og samráðsferli við hagsmunaaðila og almenning hefur Landsnet nú lokið vinnu við kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu kerfisáætlunar. Hefur áætlunin verið send Orkustofnun til samþykktar, í samræmi við þær breytingar sem Alþingi gerði á raforkulögum í vor.

16.11.2015

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar kröfu um ógildingu kerfisáætlunar Landsnets

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Landverndar um að núgildandi kerfisáætlun Landsnets, kerfisáætlun 2014-2023, yrði dæmd ólögmæt og felld úr gildi.

13.11.2015

Töluverður munur á tilboðum vegna orkukaupa til að mæta flutningstapi árið 2016

Töluverður munur var á tilboðum raforkuframleiðenda sem Landsneti bárust í útboði vegna kaupa á rafmagni til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu á næsta ári en miðvikudaginn 11. nóvember sl. var gengið frá samningum um kaup á 347 gígavattstundum (GWst) vegna næsta árs.

13.11.2015

Viðbrögð æfð við áföllum í raforkukerfinu

Hátt í 200 manns tóku þátt í vel heppnaðri neyðaræfingu Landsnets, Neyðarsamstarfs raforkukerfisins (NSR) og fleiri aðila í gær þar sem æfð voru viðbrögð og verkferlar vegna mjög alvarlegs hættuástands í kjölfar ímyndaðs eldgoss í vestanverðum Vatnajökli.

11.11.2015

Landsnet kaupir rafmagn fyrir ríflega hálfan annan milljarð

Landsnet hefur samið við HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar um kaup á 347 gígavattstundum (GWst) af rafmagni til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu á næsta ári.

6.11.2015

Laust starf bókara

Landsnet hf. leitar eftir reyndum bókara í 80% starf við almenn bókhaldsstörf á fjármálasviði.

4.11.2015

Nýtt truflanaflokkunarkerfi tekið í gagnið hjá Landsneti

Stjórnstöð Landsnet er að innleiða nýtt flokkunarkerfi sem segir til um alvarleika rekstrartruflana í raforkukerfinu. Tilgangur þess er að tryggja skjótari og skilvirkari upplýsingagjöf til viðskiptavina, jafnt notenda raforku sem framleiðanda, ekki síst í þeim aðstæðum að grípa þarf til flutningstakmarkana eða raforkuskerðinga í kjölfar umfangsmikilla raforkutruflana.

30.10.2015

Tillaga að matsáætlun Sprengisandslínu liggur fyrir

Landsnet hefur sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu, 220 kílóvolta háspennulínu milli Norður- og Suðurlands, til formlegar ákvörðunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Allir geta gert athugasemdir við tillöguna og sent Skipulagsstofnun fyrir 17. nóvember 2015.

22.10.2015

Sjö tilboð bárust í undirbúningsvinnu vegna Suðurnesjalínu 2

Alls bárust sjö tilboð í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar Suðurnesjalínu 2, 220 kílóvolta háspennulínu frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartsengis.

19.10.2015

Landsnet semur við Thorsil um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík

Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag um raforkuflutninga fyrir kísilver Thorsil ehf. í Helguvík. Gert er ráð fyrir að rekstur kísilversins hefjist í ársbyrjun 2018 og skal framkvæmdum Landsnets lokið í desember 2017. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers Thorsil við meginflutningskerfi Landsnets er um 2,5 milljarðar króna.

16.10.2015

Flutningskerfi raforku og orkuöryggi

Fjárfestingar í raforkuframleiðslu og flutningskerfi raforkunnar verða að haldast í hendur ef ávinningur á að skila sér. Skortur á fjárfestingu í öðrum þættinum dregur úr ávinningi fjárfestingar í hinum þættinum sagði Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, í erindi um íslenska raforkuflutningskerfið á vel sóttri ráðstefnu Háskólans í Reykjavík í gær um orkuöryggi á Íslandi í alþjóðlegu samhengi.

13.10.2015

Þörf á víðtækri sátt um farmtíð flutnings raforku

Stjórnarformaður Landsnets, Geir A. Gunnlaugsson, hvetur til víðtækrar samfélagssáttar um framtíðarfyrirkomulag raforkuflutninga og uppbyggingu meginflutningskerfis raforku í grein í Morgunblaðinu um helgina og við birtum í heild sinni hér:

13.10.2015

Lagningu jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur miðar vel

Við lagningu Fitjalínu 2, 132 kílóvolta (kV) jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur, sem staðið hefur yfir í sumar var í fyrsta sinn notast við sérstakan strenglagningarbúnað sem Landsnet festi kaup á í vor vegna fyrirsjáanlegrar aukningar í lagningu jarðstrengja á vegum fyrirtækisins.

13.10.2015

Helstu sérfræðingar heims ræða orkuöryggi á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík

Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, heldur erindi á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík um orkuöryggi á Íslandi í alþjóðlegu samhengi fimmtudaginn 15. október nk., ásamt helstu sérfræðingum MIT, Harvard og Tufts háskólanna, Brookings-stofnunarinnar, Háskólans í Reykjavík og Landsvirkjunar.

8.10.2015

Loftlínan milli Hellu og Hvolsvallar tekin niður

Framkvæmdir standa nú yfir á vegum Landsnets við að fjarlægja gömlu loftlínuna milli Hellu og Hvolsvallar. Hellulína 2 var ein sú elsta í raforkukerfinu hérlendis, reist árið 1948, og lauk hún hlutverki sínu á dögunum þegar 13 km langur 66 kV jarðstrengur sem lagður var í sumar leysti hana af hólmi.

6.10.2015

Umhverfisvernd og orkumál

Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hefur lengi fylgst náið með umræðum um loftslagsmál, haldið um þau fjölþjóðlegar ráðstefnur o.fl., einkum í tengslum við verkefni sitt Earth 101.

5.10.2015

Nýr samstarfssamningur Landnets, Landsvirkjunar og RARIK

Síðastliðin föstudag var endurnýjaður samstarfsamningur á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Landsnets, Landsvirkjunar og RARIK til næstu þriggja ára.

1.10.2015

Efnislegar og góðar ábendingar í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Landsnet

Að mati Landsnets koma fram efnislegar og góðar ábendingar í nýútkominni stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi félagsins sem leitt geta til aukinnar skilvirkni í raforkumálum og stuðlað að bættu verklagi.