Kerfisáætlun Landsnets gefur innsýn inn í áætlanir okkar um þróun og endurnýjun flutningskerfisins. Í langtímaáætlun má lesa um forsendur og forgangsröðun til tíu ára. Í framkvæmdaáætlun kemur fram nánari greining á verkefnum næstu þriggja ára.

Kerfisáætlun 2025-2034

Drög að kerfisáætlun Landsnets 2025-2034 – framkvæmdaáætlun

Framkvæmdaáætlun veitir nánari innsýn í þau verkefni sem áætlað er að muni hefjast á næstu þremur árum. Fyrir hvert verkefni eru kostir og gallar mismunandi valkosta greindir og áætlað hver kostnaðurinn verði.

Umhverfismatsskýrsla fyrir Kerfisáætlun Landsnets 2025-2034

Umhverfisskýrsla Kerfisáætlunar Landsnets 2025–2034 metur áhrif tíu ára langtímaáætlunar á náttúru og samfélag og leggur fram mat á áhrifum uppbyggingar meginflutningskerfisins á m.a. landslag, lífríki, vatnsvernd og samfélagslega þætti.

Drög að kerfisáætlun 2025-2034 - langtímaáætlun

Í langtímaáætlun birtir Landsnet áætlanir er farið yfir forsendur þróunar og forgangsröðun verkefna. Fjallað er um áætlanir Landsnets til næstu 10 ára og fyrirséðar þarfir í kerfinu eftir það. Að lokum er vönduð greining á áhrifum fjárfestinganna á þjóðarhag, gjaldskrá og afhendingaröryggi.

Verk- og matslýsing Kerfisáætlunar 2025-2034

Verk- og matslýsing fyrir Kerfisáætlun Landsnets 2025–2034 lýsir aðferðafræði og forsendum við mótun áætlunarinnar og undirliggjandi umhverfismati, með áherslu á að uppbygging flutningskerfisins verði í sátt við náttúru, samfélag og stefnumörkun stjórnvalda.

Kynningarfundir

Við efndum til funda þar sem gerð var grein fyrir helstu breytingum á áætluninni.

Sérfræðingar okkar, sem komu að gerð kerfisáætlunar, sátu fyrir svörum varðandi þau atriði sem fram komu á kynningum fundanna.

Egilsstaðir

Húsnæði Landsnets

  1. apríl, kl. 16:00

~~

Selfoss

Risið

  1. apríl, kl. 16:00

~~

Blönduós

Eyvindarstofa

  1. apríl, kl. 16:00

~~

Borgarnes

Hótel Hamar

  1. maí, kl. 16:00

~~

Ísafjörður

Edinborg - Bryggjusalurinn

  1. maí, kl. 16:00

~~

Akureyri

Hamrar – Hof menningarhús

  1. maí, kl. 16:00

~~

Reykjavík

Vox Club - Hótel Hilton

  1. maí, kl. 8:30

Morgunverður verður borinn fram kl. 8:00

Flutningskerfið fyrst

Markmið Íslands í loftslagmálum, orkuskipti og hagvöxtur til framtíðar eru öll háð aukinni vinnslu raforku. Styrking flutningskerfisins er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að auka orkuvinnslu. Til að ná settum markmiðum þarf að styrkja flutningskerfið fyrst.

Kerfið á að geta flutt þá orku sem hægt er að framleiða, með minnstu mögulegu töpum á leiðinni. Þess vegna er tenging nýrrar framleiðslu í forgangi, sem og framkvæmdir sem fjarlægja flöskuhálsa og flutningstakmarkanir.

Ákvarðanir eru teknar út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar en einnig út frá orkuöryggi einstakra svæða. Við lok tímabilsins mun flutningskerfið vera mun betur í stakk búið til að tryggja órofna afhendingu raforku víðast hvar á landinu.

Áherslur

Forgangsröðun

Við forgangsröðum verkefnum í kerfisáætlun út frá samfélagslegri verðmætasköpun, rekstraröryggi og stuðningi við orkuskipti.

Samkeppnishæfni

Áætlunin stuðlar að hagkvæmni og aðgengi að flutningskerfinu til að tryggja samkeppnishæft raforkuverð og styrkja íslenskt atvinnulíf.

Umbreyting

Kerfisáætlunin er hönnuð með það að markmiði að styðja við orkuskipti og kolefnishlutlausa framtíð með samþættingu nýrra endurnýjanlegra orkugjafa.

Áætlaðar framkvæmdir

Þróun flutningskerfisins byggir á greiningu framtíðarþarfa, hagkvæmni úrbóta og sveigjanleika til að mæta breyttum forsendum.

Samráð

Kerfisáætlunin er unnin í nánu og gagnsæju samráði við viðskiptavini, stjórnvöld og samfélagið til að tryggja trausta ákvarðanatöku og breiða sátt.

Öryggi

Við leggjum áherslu á að tryggja stöðugleika, seiglu og öruggan rekstur flutningskerfisins við fjölbreyttar aðstæður og áskoranir.