Árin 2025-2034
Kerfisáætlun Landsnets gefur innsýn inn í áætlanir okkar um þróun og endurnýjun flutningskerfisins. Í langtímaáætlun má lesa um forsendur og forgangsröðun til tíu ára. Í framkvæmdaáætlun kemur fram nánari greining á verkefnum næstu þriggja ára.
Kynningarfundir
Við efndum til funda þar sem gerð var grein fyrir helstu breytingum á áætluninni.
Sérfræðingar okkar, sem komu að gerð kerfisáætlunar, sátu fyrir svörum varðandi þau atriði sem fram komu á kynningum fundanna.
Flutningskerfið fyrst
Markmið Íslands í loftslagmálum, orkuskipti og hagvöxtur til framtíðar eru öll háð aukinni vinnslu raforku. Styrking flutningskerfisins er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að auka orkuvinnslu. Til að ná settum markmiðum þarf að styrkja flutningskerfið fyrst.
Kerfið á að geta flutt þá orku sem hægt er að framleiða, með minnstu mögulegu töpum á leiðinni. Þess vegna er tenging nýrrar framleiðslu í forgangi, sem og framkvæmdir sem fjarlægja flöskuhálsa og flutningstakmarkanir.
Ákvarðanir eru teknar út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar en einnig út frá orkuöryggi einstakra svæða. Við lok tímabilsins mun flutningskerfið vera mun betur í stakk búið til að tryggja órofna afhendingu raforku víðast hvar á landinu.