Viðskiptavinir okkar eru í lykilhlutverki í allri okkar áætlanagerð. Við eigum í virku samtali við dreifiveiturnar, sem miðla rafmagni til almennra notenda, og forgangsröðum uppbyggingu okkar í svæðisbundnu kerfunum út frá þeirra þörfum. Eins þurfum við að tryggja aðgengi nýrrar framleiðslu og stærri notenda að kerfinu okkar.
Samráðsferlið
Kerfisáætlun fer í tvöfalt kynningarferli áður en hún er samþykkt af Raforkueftirlitinu.