Hópur fólks les á kort á samráðsfundi Landsnets

Viðskiptavinir okkar eru í lykilhlutverki í allri okkar áætlanagerð. Við eigum í virku samtali við dreifiveiturnar, sem miðla rafmagni til almennra notenda, og forgangsröðum uppbyggingu okkar í svæðisbundnu kerfunum út frá þeirra þörfum. Eins þurfum við að tryggja aðgengi nýrrar framleiðslu og stærri notenda að kerfinu okkar.

Samráðsferlið

Kerfisáætlun fer í tvöfalt kynningarferli áður en hún er samþykkt af Raforkueftirlitinu.

1. Kynningarferli

Fyrst fer hún í opið kynningarferli í skipulagsgátt. Meginmarkhópur þessa kynningarferlis eru sveitarfélög sem gætu þurft að breyta skipulagsáætlunum sínum, landshlutasamtök og Samband íslenskra sveitarfélaga.

2. Athugasemdir

Eftir að Landsnet hefur skilað tillögu að kerfisáætlun til samþykktar, gefur Raforkueftirlitið viðskiptavinum Landsnets og tilvonandi viðskiptavinum tækifæri til að koma með athugasemdir.

Kynningarfundir

Fundinum er lokið

Akureyri

Hamrar – Hof menningarhús

  1. maí, kl. 16:00

~~

Fundinum er lokið

Reykjavík

Vox Club - Hótel Hilton

  1. maí, kl. 8:30

Morgunverður verður borinn fram kl. 8:00