Í Landsnetshlaðvarpinu fara fram líflegar umræður um raforkumál, flutningskerfið og lífsgæðin sem við flytjum, og framtíðina — sem í okkar huga er ljós. Við fáum til okkar sérfræðinga sem kafa ítarlega ofan í orkumarkaðinn, orkuskipti og mikilvæg verkefni framundan í orkumálum.

Á endanum snýst þetta bara um fólk

Í þessum þætti fáum við Hólmgrím Elis Bragason að hljóðnemanum í Landsnetshlaðvarpinu.

Elli, eins og hann er alltaf kallaður, er sérfræðingur á mannauðssviðinu okkar hjá Landsneti. Hann settist niður með Steinunni Þorsteinsdóttur og ræddi áherslur í mannauðsmálum, mikilvægi samskipta og hvernig menning innan fyrirtækja hefur áhrif á fólkið – og árangurinn... já, og líka hvort lífið sé blómabeð.

Áhugavert, hreinskilið og fullt af hugvekjum – smelltu á play og hlustaðu.

Hlaðvarpið veitir hlustendum einstaka innsýn í þær áskoranir sem fylgja þróun rafmagnsframleiðslu og notkun á tímum breyttra aðstæðna – með áherslu á framtíðarlausnir og nýjustu tækni – og hvernig við getum öll stuðlað að sjálfbærri framtíð í rafmagnsframleiðslu og notkun.

Markmið okkar er að veita dýpri innsýn í þær breytingar sem eru að eiga sér stað og hvaða tækifæri þær fela í sér.

Merki og mynd Stúdíó Kaiku Sound

Landsnetshlaðvarpið er tekið upp í Studio Kaiku Sound, Garðabæ.

Stjórn upptöku er í höndum Adams Thors Murtomaa.

Á endanum snýst þetta bara um fólk

08. júlí 2025

Í þessum þætti fáum við Hólmgrím Elis Bragason að hljóðnemanum í Landsnetshlaðvarpinu.

Elli, eins og hann er alltaf kallaður, er sérfræðingur á mannauðssviðinu okkar hjá Landsneti. Hann settist niður með Steinunni Þorsteinsdóttur og ræddi áherslur í mannauðsmálum, mikilvægi samskipta og hvernig menning innan fyrirtækja hefur áhrif á fólkið – og árangurinn... já, og líka hvort lífið sé blómabeð.

Áhugavert, hreinskilið og fullt af hugvekjum – smelltu á play og hlustaðu.

Í stígvélum á vaktinni

reynslusagan

26. júní 2025

Sigurður Pétur Ólafsson – Spói – lagði nýverið stígvélin á hilluna eftir heil 45 ár í geiranum, þar af 20 í stjórnstöð Landsnets — eða allt frá stofnun.

Hann settist niður með Margréti Evu Þórðardóttur og Steinunni Þorsteinsdóttur og sagði þeim sögur frá tímanum í Sigöldu og Hrauneyjum, ræddi vatn og virkjanir — og flugið og flugvélasmíði, sem hafa verið honum hugleikin frá unga aldri.

Draumar, Döðlur og rafmagn

vinnustaðurinn

11. júní 2025

Guðrún Ýr Guðmundsdóttir eða Gugga er nýjasti viðmælandi Landsnetshlaðvarpsins.

Hún er sumarstarfsmaður hjá okkur, klár verkfræðingur og tónlistarkona í hljómsveitinni Dóra og Döðlurnar. Í þessum þætti segir hún frá því hvernig hún eltir bæði draumana sína í tækni og tónlist, af hverju það er ekki nauðsynlegt að velja bara eitt og auðvitað hvernig lífið hjá Landsneti er að birtast henni.

Þetta er þáttur um hugrekki, fjölbreytileika og leiðina til Landsnets - ekki missa af Guggu.

Samtal við samfélagið

26. maí 2025

Samtalið skiptir okkur hjá Landsneti miklu máli – og í nýjasta þætti Landsnetshlaðvarpsins ræða Steinunn, Einar, Hlín og Valgerður um mikilvægi góðs samtals við fólkið í nærsamfélagi raflínanna okkar. Hvernig ætlum við að hlusta, miðla og byggja traust? Hvaða lærdóma höfum við dregið – og hvert stefnum við

Ef lífið væri leikskóli — væri þá Landsnet staðurinn?

vinnustaðurinn

22. apríl 2025

Hvað gerist þegar sameindalíffræðingur, heimspekingur og sagnfræðingur setjast saman við hlaðvarpsmíkrafóninn og ræða orkumál? Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi fékk þá Hall Þór Halldórsson vefstjóra og Erling Fannar Jónsson verkefnastjóra í spjall þar sem óvæntar tengingar, ný sjónarhorn og samtal varð til - ekki missa af þessum þætti af Landsnetshlaðvarpinu.

Á endanum snýst þetta bara um fólk

08. júlí 2025

Í þessum þætti fáum við Hólmgrím Elis Bragason að hljóðnemanum í Landsnetshlaðvarpinu.

Elli, eins og hann er alltaf kallaður, er sérfræðingur á mannauðssviðinu okkar hjá Landsneti. Hann settist niður með Steinunni Þorsteinsdóttur og ræddi áherslur í mannauðsmálum, mikilvægi samskipta og hvernig menning innan fyrirtækja hefur áhrif á fólkið – og árangurinn... já, og líka hvort lífið sé blómabeð.

Áhugavert, hreinskilið og fullt af hugvekjum – smelltu á play og hlustaðu.

Í stígvélum á vaktinni

reynslusagan

26. júní 2025

Sigurður Pétur Ólafsson – Spói – lagði nýverið stígvélin á hilluna eftir heil 45 ár í geiranum, þar af 20 í stjórnstöð Landsnets — eða allt frá stofnun.

Hann settist niður með Margréti Evu Þórðardóttur og Steinunni Þorsteinsdóttur og sagði þeim sögur frá tímanum í Sigöldu og Hrauneyjum, ræddi vatn og virkjanir — og flugið og flugvélasmíði, sem hafa verið honum hugleikin frá unga aldri.

Draumar, Döðlur og rafmagn

vinnustaðurinn

11. júní 2025

Guðrún Ýr Guðmundsdóttir eða Gugga er nýjasti viðmælandi Landsnetshlaðvarpsins.

Hún er sumarstarfsmaður hjá okkur, klár verkfræðingur og tónlistarkona í hljómsveitinni Dóra og Döðlurnar. Í þessum þætti segir hún frá því hvernig hún eltir bæði draumana sína í tækni og tónlist, af hverju það er ekki nauðsynlegt að velja bara eitt og auðvitað hvernig lífið hjá Landsneti er að birtast henni.

Þetta er þáttur um hugrekki, fjölbreytileika og leiðina til Landsnets - ekki missa af Guggu.

Samtal við samfélagið

26. maí 2025

Samtalið skiptir okkur hjá Landsneti miklu máli – og í nýjasta þætti Landsnetshlaðvarpsins ræða Steinunn, Einar, Hlín og Valgerður um mikilvægi góðs samtals við fólkið í nærsamfélagi raflínanna okkar. Hvernig ætlum við að hlusta, miðla og byggja traust? Hvaða lærdóma höfum við dregið – og hvert stefnum við

Ef lífið væri leikskóli — væri þá Landsnet staðurinn?

vinnustaðurinn

22. apríl 2025

Hvað gerist þegar sameindalíffræðingur, heimspekingur og sagnfræðingur setjast saman við hlaðvarpsmíkrafóninn og ræða orkumál? Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi fékk þá Hall Þór Halldórsson vefstjóra og Erling Fannar Jónsson verkefnastjóra í spjall þar sem óvæntar tengingar, ný sjónarhorn og samtal varð til - ekki missa af þessum þætti af Landsnetshlaðvarpinu.

Vörumerki, orkufyrirtækin og fólkið sem elskar að tala um það

09. apríl 2025

Í Landsnetshlaðvarpsþætti dagsins fá Steinunn Þorsteindóttir upplýsingafulltrúi og Einar S. Einarsson, forstöðumaður skrifstofu forstjóra hjá Landsneti, til sín að hljóðnemanum þær Heiðu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Orkusölunni, og Birnu Lárusdóttur, upplýsingarfulltrúa hjá HS Orku – og saman ræða þau ímynd, traust og þá list að tala um rafmagn með hjartanu. Ekki missa af þessum þætti því þeim leiðist ekki að ræða um vörumerki og orkugeirann.

Leifur Ingimundur og leiðin til Landsnets

vinnustaðurinn

20. mars 2025

Leiðin til Landsnets og sánuferðir til Finnlands var á meðal þess sem þau Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi og Leifur Ingimundur Runólfsson einn af nýjustu liðsmönnum Landsnets spjölluðu um í þessum Hlaðvarpsþætti. Ekki missa af þessu skemmtilega spjalli – Leifur og og leiðin hans til Landsnets.

Framtíðarvinnustaðurinn Landsnet

vinnustaðurinn

21. janúar 2025

Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og umbóta settist við hljóðnemann og ræddi við Steinunni Þorsteinsdóttur um mikilvægi mannauðs í umhverfi eins og okkar sem er á fleygiferð.
Hún ræddi m.a. um áskoranir og tækifæri sem eru fram undan og hvernig Landsnet vinnur markvisst að umbótum fyrir betri framtíð.

Úr raforkuverkfræði yfir í upplýsingatækni

vinnustaðurinn

27. október 2024

Í þessum þætti hittum við Jóhannes Þorleiksson, nýjan framkvæmdastjóra, sem breytti um kúrs þegar hann réð sig nýverið til Landsnets.

Jóhannes deilir hér íáhugaverðum hugmyndum og markmiðum sem allar eiga að leiða að því að koma manni til tunglsins - kannski samt ekki alveg í orðsins fyllstu merkingu en krefjast hugrekkis, vilja og teymisvinnu.

Mannauðsmálin, menningarvegferðin og mánuðirnir hjá Landsneti

vinnustaðurinn

07. júní 2022

Jason Már Bergsteinsson sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Landsneti settist við hljóðnemann og ræddi lífið og tilveruna við Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa - já og helstu verkefni síðustu mánaða en Jason hefur verið hjá Landsneti í hálft ár.

Jón Bergmundsson, ferlinn, flakkið og framtíðin

reynslusagan

31. maí 2022

Það eru tímamót hjá Jóni Bergmundssyni verkefnastjóra á framkvæmda- og rekstrarsviði sem kíkti í spjall og ræddi m.a um Tom Swift, Bosníu, Kosovo og lífið með Landsneti. Fyrir næstum 55 árum heillaðist hann af rafmagni sem hefur fylgt honum yfir heiðar og haf síðan þá - nú er komið að öðru og fram undan er tími til að njóta.