Laxey bætist í hóp viðskiptavina
Landsnet og Laxey hafa skrifað undir flutningssamning vegna raforkuafhendingar fyrir landeldi í Vestmannaeyjum og af því tilefni kom Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður Laxeyjar, í heimsókn til okkar á Gylfaflötina og ræddi við okkur um stöðuna og framtíðina.
Aukið afhendingaröryggi skapar tækifæri: Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 komnir í rekstur
Í dag var stigið stórt skref í raforkusögu Vestmannaeyja þegar Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 voru teknir í rekstur. Með tilkomu nýju strengjanna eykst afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja og sjá nú þrír öflugir sæstrengir Vestmannaeyjum fyrir rafmagni.
Páll Harðarson kjörinn stjórnarformaður Elmu orkuviðskipta
Páll Harðarson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Elmu orkuviðskipta ehf., dótturfélags Landsnets. Elma starfrækir skammtímamarkað með raforku, svokallaðan næsta-dags markað, í samstarfi við Nord Pool og rekur jafnframt rafrænan uppboðsmarkað fyrir langtímasamninga um raforku.
Samstarf Landsnets og Landsbjargar eflt með nýjum samningi
Við hjá Landsneti og Landsbjörg skrifuðum þann 12. desember undir samstarfssamning sem miðar að því að efla samstarf okkar og styrkja viðbragðsgetu í krefjandi aðstæðum.
Mikil óvissa framundan og þörf á skýrri stefnumörkun
Ný orkuspá fyrir Ísland, unnin í sameiningu af Landsneti, Umhverfis-, og orkustofnun, og Raforkueftirlitinu, sýnir að fram undan eru umtalsverðar áskoranir og mikil óvissa í þróun raforkumála. Orkuspáin var kynnt í Hörpu þann 1. desember.
Viljayfirlýsing um eflingu raforkukerfis á Norðausturlandi
Í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Landsnets, Rarik og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um aðgerðir til að styrkja raforkukerfið á Norðausturlandi.
Holtavörðuheiðarlina 3 verður lögð byggðaleiðina
Stjórn Landsnets hefur samþykkt að Holtavörðuheiðarlína 3 verði lögð um svokallaða byggðaleið.
Breytingar á gjaldskrá vegna flutningstapa
Þann 1. nóvember voru gerðar breytingar á flutningsgjaldskrá vegna flutningstapa.
Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms vegna eignarnáms á línuleið Suðurnesjalínu 2
Landsréttur hafnaði í dag kröfu nokkurra landeigenda um að ógilda ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra frá 21. júní 2024 um heimild Landsnets til eignarnáms vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 í Sveitarfélaginu Vogum.
Undirbúningur að lagningu Þorlákshafnarlínu 2
Við vinnum nú að undirbúningi lagningar jarðstrengs milli Hveragerðis og Þorlákshafnar. Verkefnið er hluti af áframhaldandi uppbyggingu flutningskerfis raforku á Suðurlandi og miðar að því að styrkja afhendingaröryggi og bæta rekstraröryggi raforkukerfisins á svæðinu.
Landsnet tekur lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum
Landsnet og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa skrifað undir samning um lán að fjárhæð 35 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir um 4,2 milljörðum króna.
Græn endurheimt eftir framkvæmdir – bjartsýni um skjótan árangur
Landsnet vinnur í samstarfi við Land og skóg að mótvægisaðgerðum vegna rasks á gróðurlendi sem framkvæmdir við Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3 höfðu í för með sér.
Kerfisáætlun 2025 – 2034 komin til Raforkueftirlitsins
Kerfisáætlun 2025 – 2034 er nú komin til Raforkueftirlitsins til yfirferðar og samþykktar. Það alltaf stór áfangi en fram undan eru spennandi og krefjandi tímar þegar kemur að uppbyggingu flutningskerfisins.
Álit Skipulagsstofnunar vegna Holtavörðuheiðarlínu 3
Skipulagsstofnun hefur skilað áliti sínu á umhverfismati Holtavörðuheiðarlínu 3, sem er ný loftlína á milli nýs tengivirkis Landsnets á Holtavörðuheiði og Blönduvirkjunar. Í matinu voru bornar saman nokkrar mögulegar línuleiðir, þar sem tvær eru taldar líklegastar – annars vegar leið í byggð og hins vegar yfir heiðar. Leiðirnar eru ólíkar, þær hafa mismunandi umhverfisáhrif og þar af leiðandi eru ólík sjónarmið umsagnaraðila og þeirra sem hafa tekið þátt í samráði.
Hálfsársuppgjör Landsnets – janúar til júní 2025
Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2025 var lagður fram í dag.
Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 í biðstöðu
Framkvæmdir við loftlínuhluta Suðurnesjalínu 2 eru nú í biðstöðu á meðan beðið er niðurstöðu í dómsmálum sem tengjast verkefninu.
Innleiðing vindorku í íslenska orkukerfið, áskoranir og mögulegar lausnir
Orkuskipti eru ein af stærstu áskorunum samtímans, þar sem lönd um allan heim leita leiða til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og auka sjálfbæra orkunýtingu. Ísland er í einstakri stöðu hvað þetta varðar, þar sem nánast öll raforkuframleiðsla í landinu kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum, einkum vatnsorku og jarðvarma. Hins vegar hefur vindorka hingað til gegnt takmörkuðu hlutverki í íslenska orkukerfinu þó að ýmislegt bendi til að það sé að breytast.
Vinna við tengivirki Landsnets í Rimakoti aðfaranótt þriðjudags
Aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, frá miðnætti til kl. 08:00, verður tengivirki Landsnets í Rimakoti spennulaust vegna viðhaldsvinnu.
Opinn kynningarfundur á umhverfismati vegna færslu á Ísallínunum
Við boðum til opins kynningarfundar þar sem farið verður yfir fyrirhugaða færslu á Ísallínunum og aðrar framkvæmdir á vegum fyrirtækisins í Hafnarfirði.
Er framleiðsla rafeldsneytis á Íslandi fýsilegur kostur?
Heimurinn stefnir á orkuskipti. Það er ljóst að losun á gróðurhúsalofttegundum vegna bruna á jarðefnaeldsneyti hefur aukið styrk koltvísýrings í andrúmslofti frá því fyrir iðnbyltingu úr um 280 ppm í yfir 420 ppm árið 2024. Þessi aukni styrkur hefur leitt til hækkandi hitastigs á jörðinni og var meðalhitastig jarðar á nýliðnu ári 1,38°C hærra en fyrir iðnbyltingu, en markmiðið með Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 var að halda hlýnun jarðar innan við 2°C hækkun, en stefna á að hún verði ekki hærri en 1,5°C.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR