Hálfsársuppgjör Landsnets – janúar til júní 2025
Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2025 var lagður fram í dag.
Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 í biðstöðu
Framkvæmdir við loftlínuhluta Suðurnesjalínu 2 eru nú í biðstöðu á meðan beðið er niðurstöðu í dómsmálum sem tengjast verkefninu.
Innleiðing vindorku í íslenska orkukerfið, áskoranir og mögulegar lausnir
Orkuskipti eru ein af stærstu áskorunum samtímans, þar sem lönd um allan heim leita leiða til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og auka sjálfbæra orkunýtingu. Ísland er í einstakri stöðu hvað þetta varðar, þar sem nánast öll raforkuframleiðsla í landinu kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum, einkum vatnsorku og jarðvarma. Hins vegar hefur vindorka hingað til gegnt takmörkuðu hlutverki í íslenska orkukerfinu þó að ýmislegt bendi til að það sé að breytast.
Vinna við tengivirki Landsnets í Rimakoti aðfaranótt þriðjudags
Aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, frá miðnætti til kl. 08:00, verður tengivirki Landsnets í Rimakoti spennulaust vegna viðhaldsvinnu.
Opinn kynningarfundur á umhverfismati vegna færslu á Ísallínunum
Við boðum til opins kynningarfundar þar sem farið verður yfir fyrirhugaða færslu á Ísallínunum og aðrar framkvæmdir á vegum fyrirtækisins í Hafnarfirði.
Er framleiðsla rafeldsneytis á Íslandi fýsilegur kostur?
Heimurinn stefnir á orkuskipti. Það er ljóst að losun á gróðurhúsalofttegundum vegna bruna á jarðefnaeldsneyti hefur aukið styrk koltvísýrings í andrúmslofti frá því fyrir iðnbyltingu úr um 280 ppm í yfir 420 ppm árið 2024. Þessi aukni styrkur hefur leitt til hækkandi hitastigs á jörðinni og var meðalhitastig jarðar á nýliðnu ári 1,38°C hærra en fyrir iðnbyltingu, en markmiðið með Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 var að halda hlýnun jarðar innan við 2°C hækkun, en stefna á að hún verði ekki hærri en 1,5°C.
Ísallínur færast til – umhverfismat komið í kynningarferli
Ísallínurnar, sem hafa legið í loftinu milli álversins í Straumsvík og Hamraness síðan árið 1969, voru eitt sinn útlínur byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru tímamót fram undan – til stendur að færa þær í nýtt línustæði.
Landsnet gestgjafi alþjóðlegs staðlaráðsfundar IEC 61850
Dagana 23.–27. júní 2025 vorum við gestgjafar fyrir fund vinnuhóps 10 innan IEC TC57, sem vinnur að þróun alþjóðlega staðalsins IEC 61850 – lykilstaðals í stafrænum tengivirkjum og snjallnetsvirkni í raforkukerfum.
Lyklaskipti hjá Landsneti — Ragna tekin við sem forstjóri
Ragna Árnadóttir hefur tekið við starfi forstjóra Landsnets og Guðmundur Ingi Ásmundsson þar með látið af störfum eftir farsælan feril hjá fyrirtækinu.
Lagning nýrra rafstrengja til Vestmannaeyja hafin
Lagning tveggja nýrra rafstrengja frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja er hafin. Verkið er unnið af norska fyrirtækinu Seaworks, sem sérhæfir sig í lagningu neðansjávarrafstrengja.
Samanburður á umhverfismati og raunverulegum áhrifum framkvæmda
Undanfarin misseri höfum við unnið að því að fylgja eftir umhverfismati framkvæmda með mælingum á vettvangi. Markmiðið er að kanna hvort áhrif framkvæmda á umhverfið séu í samræmi við það sem spáð var fyrir um í umhverfismatinu.
Gagnsæi og traust á raforkumarkaði – um nauðsyn þess að afgreiða frumvarp um hátternisreglur í raforkuviðskiptum
Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp um breytingu á raforkulögum, sem fjallar um tilteknar hátternisreglum í raforkuviðskiptum. Verði frumvarpið að lögum mun það marka tímamót í þróun raforkumarkaðar á Íslandi þar sem innleiddar yrðu reglur um bann við markaðsmisnotkun og innherjasvikum, skyldu til birtingar innherjaupplýsinga og kröfur um skráningu markaðsaðila. Reglurnar eru að mörgu leyti sambærilegar við þær reglur sem þegar gilda á fjármálamörkuðum.
Sögulegur dagur í sólinni – fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið
Í morgun reis fyrsta mastrið af 86 í Suðurnesjalínu 2 og markar það tímamót í verkefninu.
Flutningskerfi framtíðarinnar kynnt á fundi í Reykjavík
Síðasti fundurinn í fundaröð Landsnets um flutningskerfi framtíðarinnar fór fram í morgun í Vox Club á Hilton Reykjavík Nordica.
Kerfisáætlun kynnt á Akureyri
Kynningarfundur um drög að nýrri Kerfisáætlun fór fram á Akureyri 8. maí en fundurinn var hluti af fundaröð sem nú er í gangi. Fundurinn var vel sóttur og skapaðist lífleg umræða um mikilvægar framkvæmdir á Norðurlandi og framtíð flutningskerfisins.
Framtíð raforkuflutninga rædd á Ísafirði
Þann 7 maí vorum við með fund á Ísafirði þar sem Kerfisáætlun 2025–2034 var kynnt. Fundurinn var hluti af fundaröð þar sem áhersla er lögð á samtal við heimamenn um þróun flutningskerfis raforku, orkuskipti og framtíðaráskoranir.
Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur
Staða raforkukerfisins á Íslandi hefur sjaldan verið jafn viðkvæm og nú. Samkvæmt nýrri greiningu Landsnets, Kerfisjöfnuður 2025, blasir við okkur sú þróun að orkuskortur verði ekki lengur fræðilegt vandamál í spálíkönum heldur raunveruleg áskorun sem gæti haft áhrif á alla notendur kerfisins
Fjölmargar framkvæmdir fram undan á Suðurlandi
Á fundi með hagsmunaaðilum á Selfossi í dag kynntum við hjá Landsneti nýja kerfisáætlun og fyrirhugaðar framkvæmdir á Suðurlandi sem eru hluti af Kerfisáætlun 2025–2034. Þar kom fram að umfangsmikil uppbygging er fyrirhuguð á næstu árum sem miðar að því að styðja við aukna orkuöflun, styrkja flutningskerfið og bregðast við ört vaxandi þörfum iðnaðar á svæðinu.
Kynning á nýrri kerfisáætlun hafin - öruggt rafmagn fyrir alla
Við hjá Landsneti höfum hafið kynningu á nýrri kerfisáætlun fyrir árin 2025–2034 en fyrsti kynningarfundurinn fór fram á Egilsstöðum í dag. Kerfisáætlunin varpar ljósi á framtíðarsýn okkar um ábyrga uppbyggingu raforkuflutningskerfisins til að mæta vaxandi orkuþörf og stuðla að orkuskiptum á Íslandi.
Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR