Landsnet er hlutafélag í eigu Ríkissjóðs og Orkuveitu Reykjavíkur og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Fyrirtækið starfar samkvæmt sérleyfi og er háð eftirliti Orkustofnunar sem ákveður tekjumörk sem gjaldskrár byggja.

Ragna Árnadóttir

forstjóri

Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs og í ráðuneytum. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og var aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár. Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum.

Nils Gústavsson

framkvæmdastjóri eigna og reksturs

Nils er með meistarapróf í rafmagnsverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet. Hann hóf störf hjá Landsneti sem deildarstjóri kerfisstjórnar, tók við svo við starfi framkvæmdastjóra eigna og reksturs. Áður starfaði Nils sem yfirmaður stjórnstöðvar hjá Landsvirkjun.

Guðlaug Sigurðardóttir

framkvæmdastjóri fjármála og árangurs

Guðlaug er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og tók við starfi framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsneti árið 2008. Áður hafði hún starfað sem fjármálastjóri sveitarfélags og hjá sjávarútvegsfyrirtæki. Guðlaug er er einnig staðgengill forstjóra og situr í stjórn Samorku.

Þorvaldur Jacobsen

framkvæmdastjóri kerfisstjórnunar

Þorvaldur hefur BS-próf í rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Texas-háskóla. Hann hefur gegnt stjórnunarstörfum áður en hann tók við núverandi starfi og setið í stjórnum meðal annars Stéttarfélags verkfræðinga og Landsbankans.

Guðný Björg Hauksdóttir

framkvæmdastjóri mannauðs og umbóta

Guðný er með BA-próf í stjórnmálafræði og diplóma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur 18 ára reynslu úr áliðnaði, meðal annars sem framkvæmdastjóri heilsu-, öryggis- og mannauðsmála hjá Fjarðaáli og mannauðsstjóri hjá Norðuráli.

Jóhannes Þorleiksson

Framkvæmdastjóri upplýsingagreindar og -tækni

Jóhannes er með MSc-próf í raforkuverkfræði og hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf á sviði raforku, kerfisgreininga og öryggismála. Hann starfaði áður sem forstöðumaður rafveitu hjá Veitum, auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri Norconsult á Íslandi.

Svandís Hlín Karlsdóttir

framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar

Svandís er með meistarapróf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og nám frá KTH í Stokkhólmi. Hún hóf störf hjá Landsneti sem sérfræðingur, varð forstöðumaður viðskiptaþróunar og tók svo við núverandi starfi. Hún hefur einnig starfað í Svíþjóð og setið í stjórnum Orkuklasans og Kvenna í orkumálum.