Í gærkvöldi fannst bilun í Mjólkárlínu 1 sem krafðist bráðaviðgerðar. Svo viðgerð gæti farið fram varð að taka línuna úr rekstri. Varavélar í Bolungarvík voru ræstar kl. 18.30 og þær tengdar kerfinu.
Um klukkan 18.55 var Mjólkárlína rofin frá vestfjarðakerfinu og þá hófst atburðarás sem leiddi til þessa að allar vélar í Bolungarvík leystu út og straumlaust varð á norðurfjörðunum.
Fljótlega tókst að koma varavélum inn að nýju í Bolungarvík og taka upp álag á Ísafirði en sökum vandamála í varaaflstöðinni / tengivirkinu í Bolungarvík varð veruleg seinkun á að rafmagn kæmist á í Bolungarvík.
Rafmagn var komið á um kl. 19.45. Viðgerðum á Mjólkárlínu lauk 21.42 og í framhaldi var raforkukerfið komið í eðlilegan rekstur.
Unnið er að nánari greiningu á þeim þáttum sem miður fóru í nánu samstarfi við Orkubú Vestfjarða.