Stýrihópur Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi fundaði á Þeistareykjum í dag. Vöktunarverkefni þar sem fylgst er með þróun mála á sviði samfélags, umhverfis og efnahags á svæðinu. Við fylgjumst með vísum til að sjá hver áhrif af uppbyggingu iðnaðar er á Þeistareykjum og auknum umsvifum á svæðinu. Aðstoðar það okkur við að fylgja eftir umhverfisþáttum og samfélagsáhrifum sem verkefnin okkar hafa.
Nánar um verkefnið og markmið þess má nálgast á www.gaumur.is