Við hjá Landsnet höfum lokið útboði á reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið júlí til og með desember 2023. Nýafstaðið útboð var fyrir seinni helming ársins 2023 og var meðalverð reglunaraflstryggingarinnar á á tímabilinu 2.018 kr./MW/klst sem er 19% hækkun frá fyrri hluta árs. Meðalverðið á seinni hluta ársins 2023 er 166% hærra en árið 2021.
Reglunarafl er afl sem notað er til þess að jafna framboð og eftirspurn á raforku á hverjum tíma í þeim tilgangi að viðhalda tíðnigæðum. Reglunaraflstrygging er leið Landsnets til þess að tryggja lágmarks framboð á reglunarafli á hverjum tíma með því að greiða fyrir tiltæki afls.
Þegar bæta þarf afli í kerfið kallast það uppreglun, en niðurreglun ef draga þarf úr afli. Í fyrsta sinn hefur Landsnet ákveðið að greiða ekki fyrir tiltæki afls til niðurreglunar heldur einungis til uppregluar. Ástæðan er nægt framboð tilboða í niðurreglun.