Stjórn Landsnets er kosin til eins árs í senn. Til að fullnægja lögbundnum kröfum um fyllsta hlutleysi og jafnræði í störfum ber stjórnarmönnum að vera sjálfstæðir og að öllu leyti óháðir öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, dreifingu og sölu raforku.
Stjórn
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir
Meðstjórnandi
frá 2025
Harpa er með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja (HR) og í stjórnun og stefnumótun (HÍ/ CBS). Hún starfar sem staðgengill forstjóra hjá Samgöngustofu og hefur verið þar frá 2020.
Áður var hún forstöðumaður stefnu og árangurs hjá Veitum og verkefnastjóri nýrrar heilbrigðisstefnu Íslands (2018–2020). Harpa starfaði einnig í nær 15 ár hjá Actavis, lengst af í stjórnendastöðum á sviði mannauðs og skipulagsþróunar.
Kristján Arinbjarnar
Meðstjórnandi
frá 2025
Kristján er verkfræðingur (HÍ 1984) og Civ. Ing. (DTU 1986) með yfir 35 ára reynslu af hönnun, ráðgjöf og framkvæmdum, m.a. sem framkvæmdastjóri hjá ÍAV (2000–2024).
Hann hefur starfað sjálfstætt frá 2024 og sérhæfir sig í verkefnastjórnun, stefnumótun og kostnaðareftirliti. Að auki hefur Kristján kennt við HÍ og setið í stjórnum ýmissa fagfélaga.
Varamenn
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir
Varamaður
frá 2025
Einar Þorsteinsson
Varamaður
frá 2025
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR