Jafnlaunatefna Landsnets

Jafnlaunastefnan okkar nær til alls starfsfólks Landsnets og er órjúfanlegur hluti af Mannauðs- og mannréttindastefnu sem og Starfskjarastefnu.

Við tryggjum starfsfólki jöfn kjör og tækifæri. Við greiðum starfsfólki okkar samkeppnishæf laun í sambærilegum atvinnugreinum en þó ekki leiðandi. Ákvörðun launa er byggð á viðurkenndum jafnréttissjónarmiðum, virðingu fyrir starfsfólki, lögum og reglum sem fylgja jafnréttislögum nr. 150/2020, með síðari breytingum og öllum öðrum reglum og lögum um að fólki sé ekki mismunað.  Sanngirni og samfélagslega ábyrgð eru leiðarljós okkar í kjaramálum. 

  • Við leggjum áherslu á þátttöku í kjararannsóknum þar sem markmiðið er ávallt að launaþróun starfsfólks sé byggð á vitneskju um þróun markaðarins.
  • Við gerum ófrávíkjanlega kröfu um jöfn laun fyrir sömu vinnu óháð kyni eða öðrum þáttum.  Vottað jafnlaunakerfi er til staðar á grundvelli íslenska staðalsins ÍST 85.
  • Við framkvæmum árlega launagreiningu og kynnum niðurstöðurnar fyrir starfsfólki.
  • Bregst við með úrbótum og eftirliti ef kröfur staðalsins / staðfestingarinnar eru ekki uppfylltar.

Til að tryggja eftirfylgni og stöðugar umbætur skuldbindum við okkur til að viðhalda vottun að undangenginni úttekt á jafnlaunakerfinu og gera úrbætur þegar þess er þörf. 

Útgefið apríl 2023