Hámarksflutningur um snið IIIb
- okt. 2025 kl: 13:20
Landsnet hefur endurmetið hámark flutningsgetu um snið IIIB. Hámarkið verður 150 MW í daglegum rekstri en 130 MW þegar veðurspá eykur líkur á útleysingu í flutningskerfinu.
Mörkin byggja á tveimur greiningum; orkuflæðigreiningu og kvikri kerfisgreiningu þar sen leitast er við að hafa mörkin eins há og hægt er án þess að minka rekstraröryggi.
Tilkynningar um lækkun marka sökum veðurs verða birtar á Orkugátt.
Athugasemdir berist á stjornstod@landsnet.is
Töf á jöfnunarorkuuppgjöri og mælingum
- ágú. 2025 kl: 09:42
Bilun í vélbúnaði veldur því að mælingar og jöfnunarorkuverð berast ekki á vefinn Amper. Þá verður töf á jöfnunarorkuuppgjöri.
Unnið er að úrbótum og standa vonir um að virknin verði komin í rekstur fyrir lok vikunnar.