Leiðrétt jöfnunarorkuverð 1. janúar.
- jan. 2026 kl: 13:00
Þann 1. janúar kom í ljós veikleiki í Reglunarskjá, hugbúnaði sem Landsnet notar til að meðhöndla reglunaraflstilboð og reikna út jöfnunarorkuverð. Af þeim sökum þurfti að leiðrétta áður birt jöfnunarorkuverð þann dag og olli þetta töfum í birtingu jöfnunarorkuverðs 2. – 4. janúar. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum sem þetta veldur.
Í töflunni að neðan má sjá fyrra verð og leiðrétt verð 1. janúar í kr./MWh.
starttime Verð áður Verð nú
00:00 100,0 1,0
01:00 0,0 0,0
02:00 100,0 6,6
03:00 100,0 10,6
04:00 6,0 6,3
05:00 6,0 6,3
06:00 1,0 1,0
07:00 0,0 0,0
08:00 0,0 0,0
09:00 1,0 1,0
10:00 1,0 1,0
11:00 1,0 1,0
12:00 1,0 1,0
13:00 1,0 1,0
14:00 0,0 0,0
15:00 0,0 0,0
16:00 1,0 1,0
17:00 20,0 10,2
18:00 8,0 8,2
19:00 13,0 13,1
20:00 20,0 12,7
21:00 12,0 20,0
22:00 7,0 7,2
23:00 20,0 20,0
Búið er að aflétta takmörkun á flutningsgetu í sniði IIIb vegna veðurs. Hámarksflutningur er nú 150 MW – 12. des. 2025 kl. 12:00
- des. 2025 kl: 12:00
Búið er að aflétta takmörkun á flutningsgetu í sniði IIIb vegna veðurs. Hámarksflutningur er nú 150 MW
Breyting á flutningsgetu í sniði IIIb vegna veðurs. Hámarksflutningur er nú 130 MW
- des. 2025 kl: 15:00
Breyting verður á flutningsgetu í sniði IIIb vegna veðurs. Hámarksflutningur fer úr 150 MW í 130 MW. Staðan verður endurmetin 12 desember.
Hámarksflutningur um snið IIIb
- okt. 2025 kl: 13:20
Landsnet hefur endurmetið hámark flutningsgetu um snið IIIB. Hámarkið verður 150 MW í daglegum rekstri en 130 MW þegar veðurspá eykur líkur á útleysingu í flutningskerfinu.
Mörkin byggja á tveimur greiningum; orkuflæðigreiningu og kvikri kerfisgreiningu þar sen leitast er við að hafa mörkin eins há og hægt er án þess að minka rekstraröryggi.
Tilkynningar um lækkun marka sökum veðurs verða birtar á Orkugátt.
Athugasemdir berist á stjornstod@landsnet.is
Töf á jöfnunarorkuuppgjöri og mælingum
- ágú. 2025 kl: 09:42
Bilun í vélbúnaði veldur því að mælingar og jöfnunarorkuverð berast ekki á vefinn Amper. Þá verður töf á jöfnunarorkuuppgjöri.
Unnið er að úrbótum og standa vonir um að virknin verði komin í rekstur fyrir lok vikunnar.