Framkvæmd

Við höfum hafið undirbúning á umhverfismati Miðdalslínu 1 og Hvalárlínu 1. Gert er ráð fyrir að vinna við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna taki um 2 - 3 ár.

Kynning á matsáætlun fyrir Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1 er hafin

Nú gefst tækifæri til að kynna sér áform okkar um nýjar háspennulínur á norðanverðum Vestfjörðum og koma sjónarmiðum á framfæri. Skipulagsstofnun hefur sett matsáætlun í opinbera kynningu frá 21. júlí 2025, til og með 25. ágúst 2025. 
Hægt er að senda inn umsagnir og athugasemdir á kynningartímanum í gegnum Skipulagsgáttina. Þar má einnig nálgast öll helstu gögn málsins.

Sjá nánar á https://skipulagsgatt.is/issues/2025/103.

Um hvað snýst málið?

Hvalárlína 1 tengir Hvalárvirkjun við nýtt tengivirki í Miðdal og felur í sér um 26 km loftlínu og 14 km jarðstreng. Miðdalslína 1 er ný háspennulína milli Miðdals og Kollafjarðar sem styrkir meginflutningskerfi raforku á Vestfjörðum. Við hvetjum öll sem málið varðar til að kynna sér efnið og nýta rétt sinn til að koma á framfæri ábendingum.

Nánari upplýsingar um verkefnið.

Tengiliðir

Anna Sigga Lúðvíksdóttir
Verkefnastjóri undirbúnings framkvæmdaverka
563 9300