Framkvæmd

Ákvörðun hefur verið tekin um að Holtavörðuheiðarlína 3 verði lögð um svokallaða byggðaleið.

Ákvörðunin byggir á ítarlegri greiningu á öryggi, hagkvæmni, umhverfisáhrifum og samfélagslegum þáttum, auk umsagna á umhverfismatsskýrslu og niðurstaðna úr áliti Skipulagsstofnunar sem birt var 26. ágúst síðastliðinn.

Byggðaleiðin fellur að stefnumörkun stjórnvalda um lagningu raflína þar sem hún nýtir núverandi línugötu og liggur utan marka miðhálendis. Þá er leiðin talin skapa fleiri tækifæri fyrir nærliggjandi byggðir vegna nálægðar við samfélögin.

Línan verður byggð í áföngum. Fyrsti áfanginn nær frá Blöndu að tengivirkinu í Laxárvatni og verður tekinn í rekstur þegar hann er tilbúinn. Í framhaldinu verður línan byggð áfram að Holtavörðuheiði.

Í kjölfar ákvörðunarinnar verður haft samband við sveitarfélög og landeigendur á svæðinu um næstu skref verkefnisins.

 

Lagning Holtavörðuheiðarlínu 3 er mikilvægur hlekkur í endurnýjun á núverandi byggðalínu og verður línan, 220 kV raflína, hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. 

Meginmarkmið með byggingu hennar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuubyggingu og eðlilegri þróun byggða á landinu.

Tengiliðir

Anna Sigga Lúðvíksdóttir
Verkefnastjóri undirbúnings framkvæmdaverka
563 9300