Framkvæmd

Hnappavellir - tengivirki

Vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í Öræfa- og Suðursveit óskaði Rarik eftir nýjum afhendingarstað raforku við byggðalínuna í Öræfum, í nálægð við Fagurhólsmýri og Hnappavelli.

Byggt var nýtt yfirbyggt tengivirki, eins og öll ný tengivirki Landsnets, í landi Hnappavalla.  Tengivirkið er með tveim aflrofum sem tengja virkið við byggðalínuna, Prestbakkalínu 1 og einum aflrofa fyrir 10 MVA aflspenni, sem er í eigu Rarik.

Virkið var tekið í rekstur 2. júní 2021.

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir
Samráðsstjóri
696 9930
Árni Sæmundsson
Verkefnastjóri
563 9352

innviðauppbygging
SUL-05

Lokið
Aftur í yfirlit framkvæmda