Tillaga að kerfisáætlun 2023-2032 er í opnu umsagnarferli.

Kerfisáætlun samanstendur af langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins, þriggja ára framkvæmdaáætlun og umhverfisskýrslu.

Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um kerfisáætlunina á netfangið landsnet@landsnet.is, merkt „Kerfisáætlun 2023“. Frestur til að senda inn athugasemdir er til og með 30. júní 2022.