Við leitum að öflugum verkefnastjóra gæðamála og samfélagsábyrgðar á verkefnastofu Landsnets. Gæðamál og samfélagsábyrgð eru forgangsmál hjá Landsneti og verkefnastjóri verður lykilaðili í þróun þessara málaflokka til framtíðar. Í boði er krefjandi starf í umhverfi sem er í hraðri mótun.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Umsjón með gæðamálum og framkvæmd úttekta gæðakerfa
• Þátttaka í innleiðingu og framkvæmd stefnu um samfélagslega ábyrgð
• Umsjón og eftirfylgni með markmiðum og mælingum tengdum gæðamálum og samfélagsábyrgð
• Þróun og uppfærsla á ferlum
• Eftirfylgni ábendinga og úrbótaverka
• Þátttaka í innleiðingu straumlínustjórnunar
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af verkefnastjórnun
• Reynsla af gæðastarfi eða straumlínustjórnun er kostur
• Mjög gott vald á íslensku og ensku
• Hæfni í samskiptum og samvinnu
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og staðfesta við úrvinnslu verkefna
Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2016.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdóttir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent.