Útboð BOL-32


30.05.2013

Díeselrafstöðvar fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík

Verkið felur í sér framleiðslu, afhendingu, uppsetningu ásamt prófunum á 6 díeselrafstöðvum og fylgibúnaði ásamt því að vinna það annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum BOL-32

Helstu magntölur eru:

  •  Fjöldi véla 6 einingar
  • Stærð 1800 kW, 50 Hz, 0,8 pf

  • Spenna 0,4/11 kV eða 11/11 kV

 
Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2014

Útboðsgögn verða afhent á geisladiski í móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík frá og með mánudeginum 3. júní 2013.

Tilboðum skal skila til móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. júní 2013 þar sem þau verða opnuð, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Aftur í allar fréttir