Ný gjaldskrá vegna útgáfu upprunaábyrgða tekur gildi í dag 1.apríl 2019
Undanfarið hefur Landsnet farið í þá vegferð að endurskoða uppbyggingu á gjaldskrá upprunaábyrgða. Útgáfa upprunaábyrgða hefur verið að aukast undanfarin ár og nú er svo komið að nánast öll framleiðsla frá vottuðum virkjunum er gefin út. Einnig hafa afskráningar upprunaábyrgða á Íslandi verið að aukast sem staðfestir notkun á vistvænni orku á Íslandi.Uppbygging eldri gjaldskrár hafði staðið óbreytt frá því útgáfa upprunaábyrgða hófst árið 2012 en á þeim tíma hefur orðið mikil þróun á þessum markaði. Í ljósi þess setti Landsnet af stað verkefni sem fólst í að endurskoða gjaldskránna með tilliti til kostnaðar, gagnsæis, samkeppni innlendrar og erlendrar útgáfu og afskráningar innanlands. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um verkefnið hér.
Hægt er að nálgast nýja gjaldskrá upprunaábyrgða hér.