Aðgerðaráætlun í gangi


12.04.2017

Framkvæmd

Undirbúningur á viðgerð vegna Vestmannaeyjastrengs 3 er í fullum í gangi. Bilanagreining á strengnum hefur farið fram og allt bendir til þess að bilunin sé staðsett neðansjávar um 6.2 km frá Eyjum.

Vinna við aðgerðaráætlun er hafin og í gær funduðum við með fulltrúum frá NKT, framleiðendum strengsins, ásamt sérfræðingum á ýmsum sviðum s.s. kafara, verðurfræðingi og strengmælingarmönnum þar sem línur voru lagðar fyrir framhaldið.

Stefnt er að því að kafari skoði aðstæður á svæðinu eftir páska en ljóst er að það þarf sérhæft strenglagningarskip til viðgerða á strengnum – vonir standa til að viðgerð geti átt sér stað í maí en veður og sjólag getur haft mikil áhrif á tímalengd viðgerðarinnar.

Vestmannaeyjastrengur 1 sér um að flytja rafmagn til Eyja en verið að flytja aukið varaafl á svæðið.

Aftur í allar fréttir