Truflun í flutningskerfinu


26.09.2013

Framkvæmd

Umtalsverð truflun varð í rekstri flutningskerfis Landsnets rétt fyrir kl. 18 í gærkvöldi vegna útleysingar stóriðju á Suðvesturlandi.

Til að lágmarka áhrif truflunarinnar skiptu kerfisvarnir Landsnets flutningskerfinu strax upp í minni einingar, svokallaðar eyjar, og gekk rekstur þeirra vel nema á Suðvesturlandi þar sem mikil tíðnihækkun varð í kerfinu vegna útleysinganna. Það leiddi til þess að vélar í ýmsum virkjum á suðvesturhorninu leystu út. Breyting á tíðni og spennu á Suðvesturlandi hafði áhrif á búnað hjá notendum, m. a. í dreifikerfi OR, þar sem umferðarljós urðu óvirk á höfuðborgarsvæðinu um tíma og sjálfvirkur búnaður fyrir varaafl fór í gang hjá ýmsum aðilum.

Rúmlega klukkustund eftir truflunina var kerfið að mestu komið aftur í eðlilegt horf, allflestar vélar í virkjunum sem leystu út höfðu þá verið tengdar við netið á ný og orkuflutningur til stóriðju að mestu kominn í eðlilegt horf.

Aftur í allar fréttir