Við hjá Landsneti höfum tekið saman skýrslu með viðbrögðum við umsögnum sem bárust vegna verkefnis- og matslýsingar fyrir kerfisáætlun Landsnets 2019 - 2028.
Kynningartími verkefnis- og matslýsingar vegna kerfisáætlunar var frá 19. nóvember til 19. desember á síðasta ári. Alls bárust umsagnir frá 10 aðilum og hefur verið brugðist við þeim öllum.Fyrirhugað er að fyrstu drög að kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið verði gefin út í lok apríl mánaðar og fari þá í opinbera kynningu og umsagnarferli.
Skýrslu með viðbrögðunum má finna hér ásamt öllum umsögnum sem bárust.