Þeistareykjalína 2, 66 kV jarðstrengur að Þeistareykjum, var spennusett 29. október sl. Strengurinn liggur um 11 km leið frá Kópaskerslínu 1 við Höfuðreiðarmúla að Þeistareykjum.
Vinna við strenglögnina hófst sumarið 2012 en strengurinn var lagður í samstarfi við Landsvirkjun og liggur í aðkomuvegi fyrirhugaðrar virkjunar. Auk lagningar strengsins var sett upp tengivirki á Þeistareykjum þar sem Landsvirkjun hefur sett upp 66/11 kV spenni. Við línuúttakið var stæðunni, þar sem niðurtakið er, breytt og settur upp skilrofi og eldingavari í stæðuna.
Til að byrja með mun strengurinn flytja vinnurafmagn vegna byggingar Þeistareykjavirkjunar en mun í framtíðinni þjóna sem tenging Laxárvirkjunar við flutningskerfið. Meðfylgjandi mynd sýnir tengivirkið á Þeistareykjum.