Stemningin í herbúðum Team Landsnet er rafmögnuð í augnablikinu enda styttist í að strákarnir leggi af stað í Wow Cyclothon keppninni.
Strákarnir okkar munu hjóla byggðalínuna – hringinn í kringum landið í einni stærstu götuhjólreiðakeppni sem haldinn hefur verið á Íslandi en þeir munu skipta bróðurlega á millli sín kílómetrunum 1358.
Liðið er skipað þeim Arnari Má Loftssyni, Gný Guðmundssyni, Sæmundi Valdimarssyni, Eiríki Einarssyni, Theodóri Jónssyni, Jónasi Bjarnasyni, Franz Friðrikssyni, Ragnari Stefánssyni, Bergþóri Sveinssyni og Halldóri Ö. Svanssyni.
Keppnin hefst í dag kl. 18.00 við Egilshöll og reikna strákarnir með að vera komnir í Hafnarfjörð um hádegi á þjóðarhátíðardaginn og það er um að gera að mæta og taka á móti þeim.
Við sendum þeim góða strauma og minnum á að það er hægt að fylgjast með þeim á Facebook, Snaphat og Whatcbox og á ArticTrac Live.