Suðurnesjalína 2 - Mat á umhverfisáhrifum


17.01.2018

Framkvæmd

Kynning á drögum að tillögu matsáætlunar fyrir Suðurnesjalínu 2 hófst þann 18. janúar 2018 og stendur til og með 12. febrúar.

Matsáætlun er verkáætlun fyrir komandi umhverfismat verkefnisins. Þar eru upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd, framkvæmdasvæðinu er lýst og sagt frá valkostum, sem ákveðið hefur verið að skoða í matsferlinu. Lagðar eru fram upplýsingar um umfang og áherslur mats á umhverfisáhrifum, tilgreint hvaða fyrirliggjandi gögn verði nýtt við matsvinnuna og hvaða gagnaöflun sé yfirstandandi eða fyrirhuguð.

 Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum sem geta nýst við komandi matsvinnu og geta allir gert athugasemdir við drögin.

Athugasemdir er hægt að senda til Smára Jóhannssonar á netfangið smari@landsnet.is til og

með 12. febrúar. Einnig má senda athugasemdir til Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík og merkja „Suðurnesjalína 2. Drög að tillögu að matsáætlun“

Að athugasemdafresti liðnum mun Landsnet vinna úr ábendingum sem berast og uppfæra tillöguna.  Að því loknu mun Landsnet senda tillögu að matsáætlun ásamt athugasemdum og svörum til Skipulagsstofnunar, sem sér um formlega kynningu tillögunnar áður en stofnunin tekur hana til ákvörðunar.

Fallist Skipulagsstofnun á tillöguna verður hún ásamt athugasemdum að gildandi matsáætlun. Umhverfismatið verður unnið í samræmi við áætlunina og gerð grein fyrir niðurstöðum þess í frummatsskýrslu, sem kynnt verður síðar á árinu

 

SN2_Drög að matsáætlun.pdf

Kort.pdf

Kort -Hugmyndir að valkostum.pdf

Kort - verndarsvæði.pdf

Kort - valkostir.pdf

Kort - Fyrstu tillögur að valkostum.pdf

Aftur í allar fréttir