Straumleysi á Vestfjörðum


03.10.2016

Framkvæmd

Mjólkárlína 1 leysti út kl. 07.16 í morgun og straumlaust varð um tíma á Ísafirði, Breiðadal og Bolungarvík að öllum líkindum vegna veðurhæðar.

Varaaflsvélar í Bolungarvík fóru strax í gang og tóku upp álag í Bolungarvík en ekki á Ísafirði eins og til er ætlast. Ástæður þess eru ókunnar og er verið að skoða hvað gerðist. Aflspennar á Ísafirði voru spennusettir kl 7:25 og í framhaldi af því var tekið upp álag á Ísafirði. Kl 7:31 var spennusett í Breiðadal en forgangsálag var allt komið inn klukkan 07:39.
Aftur í allar fréttir