Stjórn Landsnets endurkjörin


02.04.2017

Framkvæmd

Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var á föstudaginn var stjórn fyrirtækisins endurkjörin en hana skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir, Ómar Benediktsson og Svana Helen Björnsdóttir. Varamenn eru Svava Bjarnadóttir og Jóhannes Sigurðsson.

Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður segir, í ávarpi í ársskýrslu Landsnets, að framundan séu tækifæri sem tengjast orkuskiptum en ljóst  sé að lítill árangur náist í þessum efnum nema flutningskerfi raforku verði eflt.

Hér er hægt að nálgast ársskýrslu ársins 2016 ásamt frammistöðuskýrslu.

Aftur í allar fréttir