Samorka styður innleiðingu þriðja orkupakkans


26.03.2019

Framkvæmd

Á aðalfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, þann 6. mars 2019 var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Á árinu 2003 tóku ný raforkulög gildi og aðskilnaður var gerður milli samkeppnis-starfssemi og sérleyfisstarfsemi. Með þeim voru innleidd ákvæði tilskipana Evrópu-sambandsins í raforkumálum og þá einkum um að þróa markað með raforku þannig að samkeppni tryggi lægsta verð til neytenda. Sömuleiðis voru strangar reglur settar um sérleyfisstarfsemina og verðlagningu á flutningi og dreifingu raforku með hag neytenda í huga. Frekari þróun á þessari löggjöf, sem jafnan er nefnd þriðji orkupakkinn, felur í sér aukið sjálfstæði eftirlitsaðila, frekari kröfur um aðskilnað milli sérleyfisþátta og samkeppnisþátta og þar með að efla raforkumarkaðinn.

Með framangreinda meginþætti í huga styður Samorka innleiðingu á þriðja orkupakkanum.

Nánari upplýsingar um þriðja orkupakkann.

Frétt af www.samorka.is 

Aftur í allar fréttir