Rut Kristinsdóttir ráðin til Landsnets


30.06.2016

Framkvæmd

Landsnet hefur ráðið Rut Kristinsdóttur í starf sérfræðings í umhverfismálum á þróunar- og tæknisviði og mun hún vinna að umhverfismati framkvæmda og áætlana Landsnets.

Rut starfaði áður hjá Skipulagsstofun en hún var sviðsstjóri umhverfismatssviðs Skipulagsstofnunar á árunum 2008-2016.  Þar kom  hún að vinnu og bar ábyrgð á afgreiðslum stofnunarinnar á málum sem vörðuðu mat á umhverfisáhrifum og samskiptum við framkvæmdaraðila, ráðgjafa og almenning. Áður starfaði  Rut sem sérfræðingur á umhverfissmatssviði Skipulagsstofnunar og var líffræðikennari við Menntaskólann við Hamrahlíð.

Rut er með B.sc í líffræði, kennsluréttindanám og  M.Sc. í umhverfisfræði frá Háskóla Íslands.

„ Það er spennandi að takast á við þau verkefni sem framundan eru hjá Landsneti. Ljóst er að  undanfarin misseri hafa mörg verkefni Landsnes reynst umdeild og meðal annars hafa deilur risið upp í tengslum við mat á umhverfisáhrifum.  Það er eðlilegt að menn hafi skiptar skoðanir á áformum um framkvæmdir og umhverfisáhrif þeirra, en ég hef trú á að hægt sé að nýta umhverfismatið  frekar til að skapa betri umræðugrundvöll um þessi mikilvægu mál,  bæði uppbyggingu raforkukerfisins og  umhverfismálin.  Það ætti að geta leitt til frekari sáttar  „ segir Rut.

Aftur í allar fréttir