Raforkuspá til ársins 2050


18.03.2016

Framkvæmd

Notkun forgangsorku frá dreifikerfum á Íslandi mun aukast um 15% á árunum 2014-2020 og um 100% fram til ársins 2050. Árleg notkun aukningar er metin tæplega 2% á ári en þó heldur meiri næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri spá um raforkunotkun hér á landi frá 2015-2050 sem raforkuhópur orkuspárnefndar sem birt er á vef Orkustofnunar.

Á síðustu áratugum hefur raforkunotkun á Íslandi aukist stöðugt og er notkun á mann nú sú mesta sem þekkist í heiminum, aðallega vegna aukinnar raforkunotkunar stórnotenda. Þá er raforkuverð á Íslandi með því lægsta í Evrópu, hvort sem litið er til heimila eða iðnaðar.

Samkvæmt nýju spánni er áætluð raforkunotkun til lengri tíma litið heldur meiri nú en í síðustu spá, sérstaklega notkun orkufreks iðnaðar, enda er þar einungis tekið tillit til samninga sem gerðir hafa verið um slíka orkusölu þegar spáin er gerð. Spá um almenna notkun hefur staðist vel á undanförnum árum. Þó hefur notkunin reynst aðeins meiri en gert var ráð fyrir vegna meiri notkunar í almennum iðnaði en á móti er notkun heimila minni en búist var við.

Spáð áframhaldandi minni notkun heimila
Almenn heimilisnotkun, utan rafhitunar, náði hámarki árið 2009 og var þá 4,9 megavattstundir (MWst) að meðaltali á heimili en er nú komin í 4,5 MWst. Helstu ástæður lækkunar eru tilkoma orkusparandi ljósapera og sparneytnari heimilistæki. Er því spáð að þessi þróun haldi áfram enn um sinn og meðalnotkun heimila fari í um 4 MWst á ári. Jafnframt er gert ráð fyrir að breytingar í lýsingu skili sér í garðyrkju eftir nokkur ár þá muni raforkunotkun í landbúnaði minnka.

Rafvæðing í sjávarútvegi vegur þungt
Í atvinnustarfsemi utan stóriðju hefur raforkunotkun vaxið hraðast í almennum iðnaði og er aukningin 24% frá 2009 til 2014. Um helmingur hennar er hjá fiskimjölsverksmiðjum og annar fiskiðnaður er með rúm 20% af aukningunni. Nýja spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi aukningu raforkunotkunar í almennum iðnaði, m.a. vegna frekari rafvæðingar í sjávarútvegi.

Á undanförnum árum hefur hins vegar hægt á vexti raforkunotkunar í þjónustu. Það er hins vegar gert ráð fyrir miklum breytingum á varðandi orkugjafa sem nýttir eru í samgöngum á næstu áratugum og þar leiki raforka stórt hlutverk. Þannig er gert ráð fyrir því að undir lok spátímabilsins, sem nær til 2050, verði flestir nýir fólksbílar knúnir raforku, beint eða óbeint, og að breytingar á sætti atvinnubílum yfir í rafmagnsnotkun verði vel á veg komin.

Orkunotkun stóriðju
Orkunotkun stóriðju hefur aukist verulega á síðustu árum. Hlutur hennar hjá dreifiveitum var samtals um helmingur af raforkunotkuninni árið 1990 en árið 2014 var þetta hlutfall komið niður í 21% en spáin gerir ráð fyrir að það muni aukast aftur og verða um 31% í lok spátímabilsins. Einungis er miðað við núverandi samninga um orkufrekan iðnað í spánni, en á næstu árum bætist við notkun hjá United Silicon og PCC BakkiSilicon með samtals um 0,7 TWh á ári.

Raforkuhópur orkuspárnefndar samanstendur af fulltrúum frá Landsneti, Orkustofnun, Norðurorku, Veitum, Rarik og Samorku.

Raforkuspá 2015-2015
Aftur í allar fréttir