Rafmagn komið á að nýju á Akranesi


15.06.2015

Straumlaust varð í um 40 mínútur fyrir hádegi á Akranesi og í nærsveitum þegar Vatnshamralína 2 leysti út í kjölfar þess að vöruflutningabíll lenti upp í línuni.

Vegna viðgerðar á spenni á Brennimel var ekki hægt að sjá Akranesi fyrir raforku þaðan.

Viðgerðarflokkar frá Landsneti fór þegar á vettvang í Andakíl og þegar búið var að færa flutningabílinn frá línunni rétt fyrir kl. 12 hófst spennusetning og er straumur nú kominn á að nýju.

Óljóst er á þessari stundu hvort miklar skemmdir urðu á Vatnshamralínu 2 og verður hún skoðuð betur síðar í dag.
 
Aftur í allar fréttir