Nú styttist í að framkvæmdum Landsnets til að draga úr straumleysi hjá notendum á Vestfjörðum ljúki en þessa dagana standa yfir margvíslegar prófanir á tækni- og vélbúnaði vegna tengingar nýrrar varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík við svæðiskerfið vestra.
Prófanirnar ná hámarki dagana 10 – 18. nóvember næstkomandi og er fyrirsjáanlegt að þær munu valda truflunum fyrir notendur á öllum Vestfjörðum. Til að lágmarka áhrifin fara prófanirnar fram að næturlagi og verður fyrirkomulag þeirra auglýst nánar í næstu viku.Síðustu daga hafa orðið óvæntar rafmagnstruflanir vestra vegna vinnu við tengingu nýju varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík við svæðiskerfið og eru notendur á Vestfjörðum beðist velvirðingar á því. Prófanir á þessu stigi áttu ekki að valda straumleysi en því miður gengu þau áform ekki að öllu leyti eftir. Það er von Landsnets að um frekara straumleysi verði ekki að ræða á Vestfjörðum vegna tengingar varaaflsstöðvarinnar fyrr en kemur að álagsprófunum á svæðiskerfið vestra í viku 45 og 46