Við hjá Landsneti erum að ljúka vinnu við gerð umhverfismatsskýrslu fyrir Blöndulínu 3, sem send verður til Skipulagsstofnunar til yfirferðar áður en hægt er að hefja opinbera kynningu á umhverfismatinu. Í umhverfisskýrslunni m.a. greint frá aðalvalkosti framkvæmdarinnar.
Aðalvalkostur Blöndulínu 3 felur í sér 220 kV loftlínu, samtals 102,6 km leið auk 15,2 km 132 kV jarðstrengs í Skagafirði.
Línuleiðin mun liggja frá Blöndustöð í Húnavatnshreppi um Kiðaskarð og niður í Mælifellsdal í Skagafirði. Þaðan austur yfir Eggjar og Héraðsvötn rétt sunnan við ármót Norðurár og inn í mynni Norðurárdals sunnan Norðurár. Þaðan liggur leiðin að mestu samhliða núverandi Rangárvallalínu 1 sem tekin verður niður, um Norðurárdal, Öxnadalsheiði, Öxnadal, Moldhaugnaháls, Kræklingahlíð og í tengivirki að Rangárvöllum á Akureyri.
Á vefnum okkar má nú finna vefsjá þar sem hægt er að skoða aðalvalkost línunnar ásamt líkanmyndum, sem gefa hugmynd um ásýnd línunnar frá ýmsum nærliggjandi stöðum. Myndirnar sýna breytta ásýnd vegna aðalvalkostar, en einnig eru myndir sem gefa til kynna ásýndarbreytingar annarra valkosta sem voru metnir.