Ný gjaldskrá tekur gildi


01.12.2016

Framkvæmd

Samþykktar hafa verið breytingar á gjaldskrá Landsnets sem taka munu gildi í dag 1. desember 2016.  Um er að ræða leiðréttingu á gjaldskránni vegna breyttra forsenda.

Orkustofnun setti Landsneti ný tekjumörk fyrir tekjumarkatímabilið 2016-2020 og er breytingin aðlögun að nýjum tekjumörkum. Tekjumörkin eru reiknuð út frá arðsemi, afskriftum og rekstrarkostnaði fyrirtækisins.

 

Tekjumörkin eru skv. lögum tvískipt, þ.e. vegna flutnings til dreifiveitna annars vegar og hins vegar vegna flutnings til stórnotenda og eru þau óháð hvort öðru.

 

Landsnet tók ákvörðun á árinu að fullnýta ekki tekjuheimildir sínar á árinu 2016 til að reyna til þrautar að halda hækkunum á gjaldskránni í hófi.

 

Við uppgjör á tekjumörkum til dreifiveitna  fyrir árið 2015  kom í ljós  að uppsafnaðar vanteknar tekjur yrðu umfram 10% og þrátt fyrir að Landsnet hafi haldið gjaldskránni í hófi var orðið nauðsynlegt að bregðast við og er það ástæðan fyrir hækkuninni

 

Breytingin fellst í 13 % hækkun til dreifiveitna. Breyting verður gerð á afhendingar- afl- og orkugjaldi fyrir dreifiveitur ásamt afhendingargjaldi fyrir innmötun og á skerðanlegum flutningi.

 

Þegar rafmagnsreikningur heimilisins er skoðaður skiptist hann í skatta, vinnslu, dreifingu og flutning þar sem  flutningshlutinn er um 9 % af reikningnum. Það er sá hluti sem er að hækka um 13 %  - þannig að þetta er ekki 13 % hækkun á heildarupphæðinni til heimilanna heldur bara þeim hluta sem snýr að flutningi.

 

Gjaldskrárbreytingin hefur verið samþykkt af Orkustofnun.

 

Hér er hægt að sjá gjaldskrána.

 

Aftur í allar fréttir