Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness vegna framkvæmdaleyfis Sveitarfélagsins Voga


22.07.2016

Framkvæmd

Í dag felldi Héraðsdómur Reykjaness úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 sem Sveitarfélagið Vogar gaf út.

Í dómnum er tekist á um skilyrði fyrir útgáfu framkvæmdaleyfa í lok lögbundinna ferla sem staðið hafa yfir um árabil. Forsendur dómsins komu Landsneti á óvart og er verið að fara yfir hann og meta hvort ástæða sé til áfrýjunar til Hæstaréttar.

 Dómurinn hefur ekki áhrif á vinnu við Suðurnesjalínu 2 þar sem framkvæmdir hafa nú þegar verið settar á bið.

Aftur í allar fréttir