Landsnet hefur á undanförnum árum æft viðbrögð við meiriháttar náttúruvá eins og eldgosum, jarðskjálftum, öskufalli og mikilli ísingu. Hafa allar þessar æfingar skilað mikilvægum athugasemdum sem hafa verið nýttar til að endurbæta áætlanir fyrirtækisins.
Nú er komið að næstu æfingu, en hún verður haldin næstkomandi miðvikudag með þátttöku flestra aðila í NSR (Neyðarsamstaf raforkukerfisins).
Í æfingunni verður starfrækt sérstök fréttastofa sem mun flytja fréttir af framgangi æfingarinnar og viðtöl við þátttakendur í máli og myndum. Mun því töluvert mæða á talsmönnum þátttökuaðila vegna upplýsingagjafar til fjölmiðla.
Þátttaka annarra fyrirtækja en Landsnets er sem hér segir:
- Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur
Full þátttaka með atburðalýsingu sem fléttuð er saman við atburðarás Landsnets. - Orkubú Vestfjarða, Rio Tinto Alcan og Alcoa Fjarðaál
Taka virkan þátt og tengja sínar æfingar við atburðarásina. - RARIK, HS Orka, Orkufjarskipti og Norðurál
Taka virkan þátt í æfingunni með sínum starfsmönnum. - Járnblendiverksmiðjan og Norðurorka
Fylgjast með framvindu og yfirfara viðbrögð hjá sér. - Samorka og Orkustofnun
Verða viðstaddir æfinguna hjá Landsneti sem áhorfendur. - Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið
Hefur tilkynnt um tengilið fyrir æfinguna - Almannavarnir
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra veitti aðstoð við undirbúning ásamt Birni Oddssyni og Magnúsi Tuma Guðmundssyni.
Almannavarnayfirvöld á Suðurlandi fylgjast með æfingunni.