Í 20 ár höfum við stuðlað að öruggri og stöðugri afhendingu raforku til landsmanna. Með nýrri kynslóð byggðalínu magnast spennan og þannig tryggjum við öflugra flutningskerfi fyrir framtíðina.
Af því tilefni höfum við klætt merkið okkar í afmælisbúning þar sem við minnum okkur öll á að horfa stolt til framtíðar – á nýja kynslóð byggðalínu og samfélags sem notar meira rafmagn en áður.
Fram undan er nýtt og spennandi ár þar sem við munum halda upp á stóra áfanga í sögu Landsnets og þeirri vegferð sem við höfum verið á sem hefur einkennst af framsækni, krafti og ómetanlegu öryggi.
Við hlökkum til að fagna afmælisárinu með ykkur.