Máli Landverndar vegna Kröflulínu 4 vísað frá


27.06.2017

Framkvæmd

Héraðsdómur Norðurlands eystra vísaði í gær frá dómsmáli Landverndar um ógildingu framkvæmdaleyfis í Skútustaðahreppi vegna Kröflulínu 4.

Niðurstaða héraðsdóms byggir á því að Landvernd hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að  krefjast ógildingar framkvæmdaleyfis. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í apríl síðastliðnum kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um útgáfu framkvæmdaleyfisins.

Vinna við Kröflulínu 4 er í fullum gangi og ganga framkvæmdir vel. Áætlað er að línan verið tilbúin i rekstur i byrjun september. 

Aftur í allar fréttir