Lengsti jarðstrengurinn í flutningskerfi Landsnets


12.07.2016

Framkvæmd

Selfosslína 3, nýr 28 km langur jarðstrengur Landsnets milli Selfoss og Þorlákshafnar var tekinn í notkun fimmtudaginn 7.júlí 2016.

Strengurinn er lengsti jarðstrengurinn í flutningskerfi  Landsnets og breytir miklu þegar kemur að  afhendingaröryggi raforku í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. 

Strengurinn mun einnig styrkja vestari hluta kerfisins á Suðurlandi og eykur flutningsgetu rafmagns á svæðinu til muna. 

Liggur um Árborg og Ölfus

Strengleiðin liggur um sveitarfélögin Árborg og Ölfus  og að mestu meðfram vegum sem fyrir eru á svæðinu.

Hönnun verksins hófst árið 2014 og í kjölfarið var farið í útboð og undirbúning á nauðsynlegum búnaði tengivirkja í Þorlákshöfn og á Selfossi.

Samið var við fyrirtækið NKT Cables um framleiðslu jarðstrengsins og flutning til landsins, ásamt eftirliti með lagningu hans, tengingum og prófunum. Undirverktaki þeirra á Íslandi var fyrirtækið Orkuvirki.

Aftur í allar fréttir