Landsnet hf. leitar að reynslumiklum launafulltrúa í 80% starf.
Starfssvið
- Umsjón með og ábyrgð á launabókhaldi Landsnets, þ.m.t. útreikningi og greiðslu launa og skilum launatengdra gjalda.
- Upplýsingagjöf til starfsmanna vegna kjaramála.
- Ýmsar greiningar, samantektir og úrvinnsla á sviði kjaramála.
- Ráðgjöf til stjórnenda á sviði kjaramála.
- Samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila.
- Útreikningar á kjörum og réttindum starfsmanna skv. kjarasamningum.
- Túlkun kjarasamninga og eftirlit með framkvæmd þeirra.
- Ýmis önnur tilfallandi störf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð reynsla af launabókhaldi er nauðsynleg.
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Þekking á H3 launa- og mannauðskerfi er kostur.
- Góð kunnátta og færni í Excel.
- Þekking á kjarasamningum og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna.
- Nákvæmni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur er til og með 17. júní 2015. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimsíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Tómas Oddur Hrafnsson (tomas.hrafnsson@capacent.is).
Landsnet
Landsnet hf. annast flutning raforku á Íslandi og stýrir uppbyggingu flutningskerfisins. Landsnet stýrir jafnframt raforkukerfi landsins og tengir þannig saman framleiðendur og notendur raforku. Landsnet leggur ríka áherslu á þjónustuhugsun og að vera öflugur og eftirsóknarverður vinnustaður þar sem umhyggja fyrir þörfum viðskiptavina og starfsfólks er í fyrirrúmi.