Landsnet styrkir UNICEF


05.12.2016

Framkvæmd

Í stað þess að senda jólakort veitir Landsnet árlega styrki til líknar- og velferðarsamtaka sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi.

Á föstudaginn afhentum við Bergsteini Jónssyni framkvæmdastjóra Unicef styrkinn.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Samtökin berjast fyrir réttindum allra barna og sinna bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Þau eru á vettvangi í yfir 190 löndum og hafa að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna.

Nánar um Unicef www.unicef.is

Á myndinni má sjá Guðmund Inga Ásmundsson forstjóra Landsnets afhenda Bergsteini Jónssyni framkvæmdastjóra Unicef styrkinn.

 

Aftur í allar fréttir