Landsnet styður Team Spark


08.03.2016

Framkvæmd

Landsent hefur endurnýjað stuðning sinn við verkfræðinema við Háskóla Íslands sem vinna að smíði rafmagnsbíls og stefna að þátttöku í Formula Student keppninni á Silverstone kappakstursbrautinni á Englandi í sumar

„Við höfum mikla trú á Team Spark hópnum og vonum að að styrkurinn komi að góðum notum, „ segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets, en markmið Team Spark verkefnisins er að skila betri og reyndari verkfræðinemum út í atvinnulífið með því að þjálfa þá í að nota þá þekkingu sem þeir öðlast í náminu með því að takast á við raunveruleg verkefni.

Nýr hópur verkfræðinema tók við Team Spark verkefninu í haust og vinnur hann nú að smíði nýs rafmagnskappakstursbíls, TS16, sem verður afhjúpaður í apríl. Hann er fimmti rafmagnskappakstursbíllinn sem Team Spark hópurinn smíðar og þeir ætla sér stóra hluti með hann í Formula Student keppninni á Silverstone kappakstursbrautinni á Englandi í sumar. Þar á að fara alla leið, ef svo má að orði komast og þjálfa upp ökumann og taka þátt í kappakstrinum sjálfum en frá 2011 hefur hópurinn fyrst og fremst einbeitt sér að smíði frumgerðar af bíl. Uppskar hópurinn mikið hrós fyrir TS15 í keppninni í fyrra fyrir vandaðan og flottan bíl.
Aftur í allar fréttir