Landsnet á Workplace by Facebook


02.12.2016

Framkvæmd

Í dag tók Landsnet í notkun samskiptamiðilinn Workplace by Facebook. Miðilinn er sérhannaður fyrir fyrirtækjaumhverfi og algjörlega óháður persónulegum Facebook síðum starfsmanna.

Rafmögnuð framtíð

 

Hjá Landsneti starfa um 120 manns á þremur stöðum á landinu og stór hópur starfsmanna er úti á vettvangi.  Með innleiðingunni á Workplace eiga allir auðveldara en áður með að nálgast upplýsingar og að miðla þeim áfram meðal annars í gegnum símann.

 

Eins og Landsnet hefur það hlutverk að flytja rafmagn þá mun Workplace by Facebook hafa það hlutverk að flytja fréttir og tengja okkur hjá Landsneti saman  -  og um leið auðveldar það okkur að standa við þau loforð sem Landsnet hefur gefið um öruggt rafmagn, aukið samtal og rafvædda framtíð.

 

Í farabroddi þegar kemur að upplýsingamálum

 

„ Fyrir okkur er þetta stórt skref í átt að auknu upplýsingaflæði, markvissari skoðanaskiptum og það sem er ekki síður mikilvægt - tengir okkur saman sem fyrirtæki á stað sem allir þekkja og kunna á. Við hjá Landsneti viljum vera í farabroddi  og sýna frumkvæði þegar kemur að upplýsingamálum hvort sem það er út eða inn á við og það er frábært að vera í hópi fyrstu fyrirtækja á landinu til að taka upp Workplace by Facebook.“  Segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landnets en hann fékk það skemmtilega hlutverk í morgun að bjóða öllum starfsmönnum Landsnets inn á Workplace á fjömennum starfsmannafundi þar sem að sjálfsögðu var boðið upp á kökur með „like“ merkinu

.
Aftur í allar fréttir