Landsnet boðar til árlegs vorfundar þriðjudaginn 4.apríl á Hilton Reykjavík Nordica kl. 9.00-10.30 undir yfirskriftinni Kviknar á perunni.
Dagskrá:
Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnets: Hreint rafmagn - íslensk orkustefna.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets: Verða orkuskiptin kastari eða kerti?
Troels Ranis, Dansk Industri: Future steps in Danish Energy Policy.
Eyþór Eðvarðsson Paris 1,5 , Parísarsamkomulagið: Brettum upp ermar og gyrðum í brók.
Fundarstjóri: Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi.
Boðið upp á léttan morgunverð frá kl. 8.30.
Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á www.landsnet.is. Þar verður einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og athugasemdir #kviknaráperunni
Hlökkum til að sjá ykkur !